fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Vilja að Óttar segi af sér þingmennsku

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. janúar 2017 08:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Bjartrar framtíðar ætlar í kvöld að ræða þann möguleika að Óttarr Proppé, formaður flokksins, segi af sér þingmennsku til að verða ráðherra utan þing í nýrri ríkisstjórn. Fréttablaðið greinir frá þessu.

Flokkurinn hefur fjóra þingmenn en með afsögninni er hugmyndin að styrkja þingflokkinn frekar, ásamt því að stýra ráðuneyti. Fréttablaðið segir að í huga margra stjórnararmanna Bjartrar framtíðar sé þetta eini möguleikinn en ekkert í stjórnskipan landsins heimilar að þingmaður taki sér tímabundið leyfi frá þingstörfum og kalli inn varamenn á meðan hann gegn embætti ráðherra. Því þurfi hann að segja af sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt