fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Viðreisn samþykkir þrátt fyrir ósætti en Björt framtíð fundar enn

Sjálfstæðismenn og fulltrúar Viðreisnar hafa samþykkt stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. janúar 2017 22:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flokksráð Sjálfstæðisflokksins og ráðgjafaráð Viðreisnar hafa samþykkt stjórnarsáttmálann sem flokkarnir hafa ásamt Bjartri framtíð búið til. Björt framtíð hefur enn ekki samþykkt sáttmálann en fundur í stjórn flokksins stendur enn yfir eftir því sem DV kemst næst.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í kvöldfréttum RÚV að hann myndi ekki leita út fyrir raðir þingflokksins að ráðherraefnum. Á morgun myndi hann gera tillögu um það hverjir verði ráðherrar flokksins. „Ég er mjög sáttur við þennan sáttmála,“ sagði hann meðal annars við RÚV. Engar gagnrýnisraddir hafi komið fram á fundi Sjálfstæðismanna.

Í seinnifréttum RÚV var rætt við Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar. Á þeim bænum var stjórnarsáttmálinn samþykktur einróma. Fundur ráðgjafaráðsins hafi ekki verið átakafundur en að hann hafi verið líflegur. „Auðvitað er þessi sáttmáli eins og allir sáttmálar af þessu tagi málamiðlun.“

Hann boðaði endurskoðun peningastefnunnar og breytingar í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum. Vísir greinir frá því á vef sínum að á fundi Viðreisnar hafi komið fram ósætti með Bjarna Benediktsson, vegna skýrslunnar um skattaskjólseignir Íslendinga, sem Bjarni beið með að birta fram yfir kosningar – þrátt fyrir að hún hafi verið tilbúin í september. Heimildir DV herma að ósættið birtist bæði í baklandi flokksins og í þingflokki hans.

Þá greinir Vísir frá því að ósætti sé einnig innan raða Bjartrar framtíðar, vegna skattaskjólsskýrslunnar.

Í stjórnarsáttmálanum kveður á um að lögð verði fram þingsályktunartillaga fyrir loks þings um það hvort kjósa eigi um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“
Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Í gær

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“