Tveir fullorðnir og fjögur börn fundust látin á Jótlandi

Myndin er úr safni.
Danska lögreglan Myndin er úr safni.
Mynd: EPA

Sex manns fundust látnir í húsi í bænum Ulstrup á Jótlandi í dag. Um var að ræða tvo fullorðna og fjögur börn. Danska lögreglan greinir frá þessu í fréttatilkynningu. Ekki liggur fyrir hvernig dauðsföllin bar að enda er rannsókn á frumstigi.

Lögreglan fékk tilkynningu í hádeginu um að ekki væri allt með felldu í húsinu. BT greinir frá því að næsta nágrenni hússins sé afgirt og að lögreglumenn með sporhunda séu á vettvangi. „Ekki er hægt að fullyrða hvernig dauða fólksins bar að,“ skrifar lögreglan í fréttatilkynningu.

Samkvæmt frétt í Ekstrabladet bar að eldra fólk, karlmann og tvær konur. Þau héldu utan um hvert annað og gengu inn í húsið, sem samkvæmt frétt Ekstrabladet er ekki lokað.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.