La La Land kom, sá og sigraði

Vann til sjö verðlauna á Golden Globe

Ryan Gosling vann til verðlauna á Golden Globe.
Verðlaunaður Ryan Gosling vann til verðlauna á Golden Globe.
Mynd: EPA

Kvikmyndin La La Land kom, sá og sigraði á Golden Globe verðlaunahátíðinni í nótt. Hún hlaut sjö verðlaun eða öll sem hún var tilnefnd fyrir. La La Land var meðal annars valin besta myndin í flokki gaman- og söngvamynda.

Damien Chazelle hlaut verðlaun fyrir bestu leikstjórn og svo besta handrit myndarinnar. Þá voru aðalleikararnir, Emma Stone og Ryan Gosling verðlaunuð fyrir leik sinn í myndinni. Justin Hurwitz var verðlaunaður fyrir tónlistina í myndinni og City of Stars var valið besta lagið.

Af öðrum verðlaunum bar það hæst að besta sjónvarpsþáttaröðin var valin Atlanta og leikarinn Donald Glover var valinn besti leikarinn í sjónvarpsþáttaröð (í flokki gamanþátta eða tónlistarþátta) fyrir leik sinn í þáttunum. Besta leikkonan í aðalhlutverki sjónvarpsþáttaraðar (gaman eða tónlist) var valin Tracee Ellis-Ross fyrir Blackfish.

The Crown var valin besta sjónvarpsþáttaröðin í drama-flokki en Billy Bob Thornton besti leikarinn fyrir Goliath. Besta leikkonan í þeim flokki var valin Claire Foy í The Crown.

Meryl Streep fékk heiðursverðlaun.
Leikkona Meryl Streep fékk heiðursverðlaun.

Moonlight var valin besta kvikmyndin í drama-flokki en besti leikarinn í þeim flokki Casey Affleck fyrir leik sinn í myndinni Manchester By The Sea. Besta leikkonan í sama flokki var Isabelle Huppert fyrir leik sinn í Elle.

Meryl Streep fékk Cecil B Demille-verðlaunin fyrir framlag sitt til kvikmynda.

Svona féllu verðlaunin á hátíðinni:

Besta sjónvarpsþáttaröð - Gaman eða tónlist: Atlanta
Besti leikari í sjónvarpsþáttaröð - Gaman eða tónlist: Donald Glover - Atlanta
Besta leikkona í aðalhlutverki sjónvarpsþáttaraðar - Gaman eða tónlist: Tracee Ellis-Ross - Blackish
Besta sjónvarpsþáttaröð - Drama: The Crown
Besti leikari í aðalhlutverki sjónvarpsþáttaraðar - Drama: Billy Bob Thornton - Goliath
Besta leikkona í aðalhlutverki sjónvarpsþáttaraðar - Drama: Claire Foy - The Crown
Besta stutta sjónvarpsþáttaröð: The People v O.J. Simpson
Besta leikkona í stuttri sjónvarpsþáttaröð eða sjónvarpsmynd: Sarah Paulson - The People v O.J. Simpson
Besti leikari í stuttri sjónvarpsþáttaröð eða sjónvarpsmynd: Tom Hiddleston - Night Manager
Besta aukaleikkona sjónvarpsþáttaröð: Olivia Colman - Night Manager
Besti aukaleikari í sjónvarpsþáttaröð: Hugh Laurie - Night Manager
Besta kvikmynd - Drama: Moonlight
Besti leikari í aðalhlutverki kvikmyndar - Drama: Casey Affleck - Manchester By The Sea
Besta leikkona í aðalhlutverki kvikmyndar - Drama: Isabelle Huppert - Elle
Besta kvikmynd - Gaman eða tónlist: La La Land
Besta leikkona í aðalhlutverki kvikmyndar - Gaman eða tónlist: Emma Stone - La La Land
Besti leikari í aðalhlutverki kvikmyndar - Gaman eða tónlist: Ryan Gosling - La La Land
Besti aukaleikari í kvikmynd: Aaron Taylor-Johnson - Nocturnal Animals
Besta aukaleikkona í kvikmynd: Viola Davis - Fences
Besta teiknimynd: Zootropolis
Besta kvikmynd á öðru tungumáli en ensku: Elle - Frakkland
Besta kvikmyndatónlist: Justin Hurwitz - La La Land
Besta lag í kvikmynd: City of Stars - La La Land
Besta handrit: Damien Chazelle - La La Land
Besti leikstjóri: Damien Chazelle - La La Land

Cecil B Demille verðlaunin fyrir framlag til kvikmynda: Meryl Streep

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.