fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Icelandair annað óstundvísasta flugfélagið í heiminum

Auður Ösp
Mánudaginn 9. janúar 2017 16:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugupplýsingafyrirtækisins Flightstats hefur birt lista ársins 2016 yfir 10 verstu alþjóðlegu flugfélögin í heiminum en litið vartil stundvísi flugfélaganna. Icelandair er í öðru sæti listans en samkvæmt skráningunni geta farþegar búist við 41 prósent líkum á töfum þegar ferðast er með íslenska flugfélaginu.

Flightstats fyrirtækið heldur utan um flugupplýsingar um öll helstu flugfélög heims en greint er frá þessu á vef Bloomberg
Í
sraelska flugfélagið El Al trónir á toppi listans yfir verstu flugfélögin og má reikna með 56 prósent líkum á seinkun þegar flogið er með því flugfélagi. Þá má finna á listanum Air India, Philippine Airlines, Asiana Airlines, China Eastern Airlines, Hong Kong Airlines, Air China, Korean Air og að lokum Hainan Airlines.

Á meðan trónir hollenska flugfélagið KLM á toppnum yfir þau alþjóðlegu flugfélög sem skara fram úr í stundvísi en samkvæmt tölum Flighstats eru 11,4 prósent líkur á að lenda í seinkun þegar flogið er með því flugfélagi.

Á hæla KLM fylgja síðan Iberia, JAL, Qatar Airways, Austrian, ANA, Singapore Airlines, Delta Air Lines, TAM, Linhas Aéreas og Qantas.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu