Sendi móður vinkonu 3 ára dóttur sinnar reikning upp á 45 þúsund

Skór stelpunnar eyðilögðust í heimsókn

Móðir 3 ára stúlku sem kom heim með pennastrik á skónum sínum eftir að hafa verið í heimsókn hjá vinkonu sinni sendi foreldrum hennar reikning upp á rúmar 45 þúsund krónur ISK.

Móðirin sem heitir Sarah Louise Bryan og er fatahönnuður varð alveg brjáluð þegar dóttir hennar, Isabella, sem hún lætur aðeins klæðast fatnaði og skóm frá virtum og rándýrum hönnuðum, kom heim með pennastrik á öðrum skónum sem eru úr ítölsku leðri. Að auki voru skórnir hruflaðir undir skósólunum.

Í framhaldinu sendi hún móður vinkonu dóttur sinnar tölvupóst þar sem hún krafðist þess að hún myndi borga fyrir skónna í síðasta lagi 1 febrúar næstkomandi.

Skömmu áður hafði Sarah sagt opinberlega að Isabella, sem er upprennandi barnafyrirsæta, eigi yfir 60 skópör. Sarah lætur dóttur sína skipta um föt við hvert tilefni og er ætíð með föt til skiptana fyrir hana með sér þegar þær fara úr húsi.

Búið að rispa og krota í leðrið
Skórnir Búið að rispa og krota í leðrið
Mynd: Instagram

undir sólunum.
Rispaðir undir sólunum.
Mynd: Instagram

Þá segir Sarah að loðstígvélin sem eyðilögðust hafa verið sérstaklega mikilvæg þar sem þau passa við öll fötin hennar sem og að hún notar þau oft í tísku-myndatökum.

Í viðtali við The Sun á síðasta ári sagði Sarah: „Fullt af fólki kaupir föt á börnin sín í Primark. Það er ekki fyrir mig og vill frekar eyða hærri upphæðum í að klæða dóttur mína.“

Eftir að móðir vinkonunnar, Nicola Gibbs, greindi frá málinu á samfélagsmiðlum, þar sem henni þótti það algjörlega fáránlegt að hún ætti að borga fyrir rándýra merkjavöruskó 3 ára barns, tóku breskir fjölmiðlar það upp og hafa moðað hinar ýmsu fréttir útfrá samskiptum kvennanna undanfarna daga.

segir að dóttir sín sé ætíð fallega klædd
Sarah segir að dóttir sín sé ætíð fallega klædd
Mynd: Instagram

„Nicola bar ábyrgð á dóttur minni þegar skórnir skemmdust svo hún er ábyrg fyrir þessu,“ segir Sarah.

Í tölvupóstinum sem hún sendi á Nicolu segir:

Mynd: Instagram

„Isabella var að koma heim frá ykkur og ég fékk áfall þegar ég sá hvernig nýju leðurskórnir hennar líta út eftir heimsóknina. Leðrið er rispað og það er búið að krota á þá með penna. Hér að neðan má sjá reikning fyrir skónum þar sem ekki er hægt að laga þá. Sem hönnuður þá vil ég ekki að dóttir mín sjáist í slitnum eða ónýtum fatnaði/skóm.
Skórnir kosta 325 pund og ég bið þig vinsamlegast um að greiða reikninginn fyrir 1 febrúar næstkomandi. Ef greiðsla hefur ekki borist fer ég með málið lengra.“

Hér má sjá umræddan tölupóst:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.