Tívolíbomba sprakk inni í svefnherbergi

Flugeldur nágrannans beygði af leið – Eldur kviknaði í sæng og gardínu

Hér má sjá það sem eftir var af bombunni.
Leifarnar Hér má sjá það sem eftir var af bombunni.

„Ég sá ekki flugeldinn koma en þau segja mér að hann hafi lagt eðlilega af stað en svo beygt og flogið beint í gegnum rúðuna hjá mér.“ Þetta segir Jón Skúli Skúlason, íbúi á Húsavík. Jón Skúli varð fyrir því á gamlárskvöld að flugeldur af stærstu gerð, með tívolíbombu, sprakk inni í svefnherbergi og olli þar töluverðum skemmdum. Tryggingafélag nágrannans sem skaut flugeldinum upp bætir ekki tjónið því ef staðið er rétt að, ber sá sem skýtur enga ábyrgð á flugeldinum eftir að hann er farinn upp.

Svo heppilega vildi til að enginn var í herberginu þegar óhappið varð, um korteri fyrir miðnætti á gamlárskvöld, en dóttir Jóns Skúla, sem er í námi í Reykjavík, gisti þó í herberginu yfir hátíðirnar. Herbergið var því í notkun. „Það hefði orðið stórslys,“ segir Jón Skúli spurður hvernig hann teldi að farið hefði ef einhver hefði verið inni í herberginu. Krakkarnir hafi verið frammi á gangi þegar bomban sprakk. „Það glumdi í öllu,“ segir hann.

Nánar má lesa um málið í helgarblaði DV

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.