fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Ný skýrsla staðfestir ítök Rússlands í forsetakosningum BNA

Trump er enn ekki sannfærður

Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 7. janúar 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska leyniþjónustan staðfestir nú loks kenningar um að Vladimir Pútín hafi haft hendur í sigri Donalds Trump í nýafstöðnum forsetakosningum Bandaríkjanna.

Í kjölfar kosninganna í Bandaríkjunum spruttu fram kenningar og ásakanir þess efnis að Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, hefði átt þátt í sigri Donalds Trump. Rússnesk yfirvöld hafa neitað ásökunum en yfirvöld í Moskvu hafa enn ekki gefið frá sér yfirlýsingu að sögn fréttamiðils BBC.

Mynd: EPA

Hulin tæknileg atriði

Nú þykir nokkuð öruggt að halda því fram að ítökin hafi átt sér stað, en það staðfestir bandarísk rannsóknarskýrsla sem gefin var út af NSA, CIA og FBI.
Öll tæknileg atriði sem sannað gætu ítök Rússlands í kosningunum eru þó hulin í skýrslunni og því er ólíklegt að skýrslan sannfæri mestu efasemdarmenn um málið fyllilega. Ennfremur þykir ósannað að ítök Rússlands hafi ráðið úrslitum í kosningunum. Þessu greinir fréttamiðill The Guardian frá í gær.

Hvernig fóru þeir að þessu?

Í skýrslunni kemur fram að Rússland hafi:
Brotist inn í netpóst hjá ymsum háttsettum Demókrötum.
Notað milliliði svo sem WikiLeaks, DC Leaks.com og Guccifer 2.0 persona til þess að leka upplýsingum úr netpóstunum
Loks hafi þeir notast við ríkisrekna áróðursmiðla og borgað notendum samfélagsmiðla eða svokölluðum “tröllum” til þess að gera andstyggilegar athugasemdir.

Þrátt fyrir vöntun á smáatriðum í skýrslunni, þá hafa bandarískar leyniþjónustur aldrei áður staðfest opinberlega að erlend ítök hafi starfað í hag nýkosins forseta, að sögn The Guardian.

Ekki sannfærður

Áður hafði Donald Trump algerlega neitað öllum ítökum Rússlands í sigri sínum. Nú þegar skýrslan er komin út þá segist hann ekki styðja grundvallarútkomu hennar að Kremlin hafi verið að baki net-herferðarinnar, að sögn BBC. Trump vill þá heldur ekki meina að hún hafi valdið úrslitum í kosningunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala