„Ferðalaginu var lokið sama dag og ég lenti“

Draumaferð Helga til Barcelona endaði sem martröð – Ferðataska með nauðsynlegum lyfjum gufaði upp eftir innskráningu

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Læknirinn minn segir að ég hefði getað látið lífið þarna úti vegna lyfjaleysis, eða um borð í vél Icelandair,“ segir Helgi Ólafsson sem segir farir sínar ekki sléttar af ferðalagi til Barcelona í byrjun desember. Hann varð fyrir því óláni að ferðataska hans gufaði hreinlega upp og skilaði sér aldrei á leiðarenda. Í töskunni voru meðal annars lyf sem honum eru nauðsynleg til að komast í gegnum daginn. Lyf sem hann tekur vegna meiðsla á baki og langvarandi veikinda. Mistökin eyðilögðu ferðalagið fyrir honum og vini hans sem var með í för. Nú, mánuði seinna, bólar enn ekkert á töskunni og er Helgi afar ósáttur við viðbrögð Icelandair og það viðmót sem hann hefur fengið við kvörtunum sínum. Flugfélagið metur frásögn hans og kröfugerð vegna þeirra muna sem eiga að hafa glatast, ótrúverðuga.

Taskan horfin í París

Helgi flaug ásamt félaga sínum frá Keflavík 2. desember síðastliðinn, millilent var í París og flogið með tengiflugi þangað til Barcelona. Í París kom hins vegar í ljós að farangur þeirra hafði ekki skilað sér. Vegna ástands síns segir Helgi að hann tilkynni ávallt um veikindi sín áður en hann ferðast til útlanda og kveðst hafa þráspurt við innritunina hvort taskan yrði innrituð alla leið og ávallt fengið þau svör að hann þyrfti engar áhyggjur að hafa, taskan myndi skila sér til Barcelona.

Helgi hafði tekið með sér lyf í handfarangri en aðeins það magn sem hann taldi sig þurfa um borð í vélunum. Afganginum, sem átti að duga alla utanlandsferðina, hafði verið pakkað ofan í töskuna sem ekki hafði skilað sér. Þá hafði farangur félaga hans ekki heldur skilað sér alla leið. „Ég fór áhyggjulaus um borð í flugvélina. En ég veiktist strax daginn eftir úti í Barcelona, 3. desember. Í kjölfarið leitaði ég læknisaðstoðar á Spáni, mér voru gefin lyf til að halda einkennum í skefjum og ráðlagt að ferðast ekki frekar um sinn.“

Nánar um málið í helgarblaði DV.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.