fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Erum við ekki ein? Síleski herinn birtir myndband af fljúgandi furðuhlut

Myndbandið hefur verið rannsakað í tvö ár en sérfræðingar eru engu nær

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 7. janúar 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 11.nóvember 2014 var þyrla síleska sjóhersins á hefðbundu eftirlitsflugi um þarlenda lögsögu. Þyrlan var af gerðinni Airbus Cougar AS-532 og um borð voru, auk flugmannsins, þaulreyndur liðþjálfi og tæknimaður. Tæknimaðurinn nýtti ferðina til þess að prófa nýja infra-rauða eftirlitsmyndavél af gerðinni WESCAM MX-15 HD.

Furðuhlutur birtist

Þyrlan var í rúmlega 4.500 feta hæð og voru veðurskilyrði óvenju góð. Það var heiðskýrt og 10 gráðu hiti úti. Klukkan 13.52 varð tæknimaðurinn var við einkennilegt tæki sem flaug yfir sjónum í fjarska. Hann beindi myndavélinni þegar að furðuhlutnum, gerði liðþjálfanum aðvart og fljótlega voru augu mannanna sem límd á hinu einkennilega fyrirbæri. Flughæðin var sú sama og hjá herþyrlunni sem og flughraðinn. Fjarlægðin milli furðuhlutarins og þyrlunnar var að mati mannanna um 55-65 kílómetrar.

Sást ekki á ratsjám

Á meðan þessu stóð hafði flugmaður þyrlunnar samband við tvær ratsjárstöðvar á jörðu niðri og lét vita af þessum óboðna gest. Hvorug stöðin gat greint furðuhlutinn, þrátt fyrir að hann væri innan eftirlitssvæðis þeirra, en herþyrlan sást greinilega. Flugumferðarstjórn landsins skömmu síðar að engar tilkynningar, fyrir utan sjálfa herþyrluna, væru um flug á þessum slóðum. Eftirlitstæki herþyrlunnar sjálfar gátu ekki greint neitt heldur. Aðeins myndavélin og augu hermannanna tveggja voru til vitnis um fyrirbærið. Allar tilraunir til þess að hafa samskipti við furðuhlutinn voru án árangurs.

Myndskeiðið sem tæknimaðurinn tók upp er rúmlega 9 mínútur að lengd. Það er tekið upp á infra-rauðri stillingu sem gerir það að verkum að það er svart hvítt. Því dekkri sem litirnir eru því heitari er hluturinn.

Sérfræðingar engu nær

Þegar þyrlan sneri aftur til herstöðvarinnar þá var myndbandið tafarlaust afhent til CEFAA – síleskrar stofnunar sem rannsakar fljúgandi furðuhluti. Tekin var skýrsla af mönnunum í borð og voru þeir sammála um að þeir gætu ekki útskýrt hvað fyrir augu þeirra bar.

Síðan þá hefur myndbandið verðið rannsakað í þaula af síleskum yfirvöldum. Í frétt Huffington Post um málið kemur fram að þeir sérfræðingar sem hafa skoðað það hafi allir verið eitt spurningamerki.

Er þetta fugl? Er þetta flugvél? Nei, þetta er…..

Fjölmargar tilgátur hafa verið bornar fram, meðal annars að um rússneskt geimrusl væri að ræða, þarna væri einfaldlega farþegaþota eða jafnvel óþekkt þyrla á ferðinni. Þá hefur því verið haldið fram að um stóran fugl hafi verið að ræða, flygildi eða dróna frá erlendum her, fallhlíf eða einhverskonar sviffluga. Sérfræðingar hafa hinsvegar bent á sannanir sem útiloka þessar tilgátur. Áhugasamir geta kynnt sér þær á vef Huffington Post.

Myndbandið dularfulla

Hér má berja myndbandið augum í fullri lengd:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Í gær

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar
Fréttir
Í gær

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“