fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Ekki fyrir viðkvæma: Fékk spjót í gegn um höfuðið og lifði það af

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 5. janúar 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd af ónefndnum karlmanni, sem varð fyrir því óláni að fá spjót í gegn um höfuðið, hefur farið í dreifingu á internetinu. Maður lifði óhappið af en rétt er að vara viðkvæma við myndinni sem birtist hér neðast í greininni. Daily Mail greinir frá málinu.

Eins og að líkum lætur mátti engu muna að maðurinn hlyti bana af. Hann er talinn hafa verið að kafa einhvers staðar við strendur Bahamas-eyja, þegar ógæfan dundi yfir. Mynd af manninum, sem tekin var eftir aðgerðina, og sýnir hann í ágætu yfirlæti ásamt ástvini, er til vitnis um að hann komst lifandi frá óhappinu.

Maðurinn mun hafa verið að veiða fisk með spjóti þegar óhappið varð en ekki liggur fyrir hvernig það bar að. Á samfélagsmiðlum hafa flestir skrifað eitthvað á þá leið að ótrúlegt sé að maðurinn sé lífs. Aðrir lýsa hryllingi, enda vekur myndin upp sterk viðbrögð.

Tugþúsundir, að lágmarki, hafa séð myndina og henni hefur verið deilt mörg þúsund sinnum á samfélagsmiðlum. Gárungarnir hafa ekki látið látið tækifærið fram hjá sér fara, frekar en venjulega. Einum varð á orði að svona ætti ekki að fara að þegar menn vildu gata á sér bæði eyrun. Kona ein setti óhappið í samhengi. „Núna veit hann allavega hvernig fiski líður, þegar hann er veiddur,“ skrifaði hún. Margir hafa einnig sent manninum kveðjur enda má það teljast kraftaverki næst að ekki fór verr.

Ekki liggur fyrir hvernig slysið varð.
Á sjúkrahúsi Ekki liggur fyrir hvernig slysið varð.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“
Fréttir
Í gær

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“
Fréttir
Í gær

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur
Fréttir
Í gær

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt
Fréttir
Í gær

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips
Fréttir
Í gær

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband