fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
FréttirLeiðari

Sannur fulltrúi þjóðarinnar

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 27. janúar 2017 08:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar einstaklingar öðlast skyndilegan frama þá er tekið eftir því hvernig þeir bregðast við. Það getur verið erfitt að stíga skyndilega fram í sviðsljósið þar sem minnstu mistök verða að fréttaefni, jafnvel miklu fremur en það sem vel er gert. Nýr forseti okkar, Guðni Th. Jóhannesson, hefur allt frá því hann tók við embætti, fyrir ekki ýkja mörgum mánuðum, verið þjóðinni til mikils sóma. Í skoðanakönnunum skorar hann hátt og það er gleðilegt til þess að vita að þjóð, sem getur verið ærið tortryggin, skuli allavega treysta einum af ráðamönnum sínum.

Forsetinn er líklegur til að hafa enn vaxið í áliti hjá þjóðinni eftir fyrstu opinberu heimsókn sína erlendis. Danmerkurheimsókn forsetahjónanna var sérlega vel heppnuð og það var óvenju hlýlegur blær yfir henni, ekki þessi stirði og kaldi virðuleiki sem við sjáum mjög oft í fréttamyndum af heimsóknum þjóðhöfðingja og þjóðarleiðtoga. Þar réð sennilega mestu hversu alþýðleg og vingjarnleg íslensku forsetahjónin eru. Þau eru greinilega ekki gefin fyrir að setja sig í snobbstellingar og það er venjulega létt yfir þeim.

Ræður forsetans og drottningar voru meira að segja að hluta til á léttum nótum. Það hefur líklega glatt fjölmarga aðdáendur Andrésar andar að bæði Danadrottning og Guðni minntust á hann í ræðum sínum. Andrés önd á allt gott skilið og það er vel að hann skuli í hávegum hafður í konunglegum sölum.

Forsetinn gerði lukku í Danaríki og talaði dönsku eins og ekkert væri, og mörgum Íslendingum (líkt og Dönum) finnst örugglega að þar hafi hann unnið töluvert afrek. Forsetinn kom víða við í heimsókn sinni, talaði meðal annar á ráðstefnu um þjóðernishyggju og popúlisma sem nú færast í aukana víða um heim. Uppgangur öfgahreyfinga er uggvænleg staðreynd og ráðamönnum alls staðar í heiminum ber skylda til að stíga fram, tala máli mannréttinda, minna á umburðarlyndi og náungakærleik og vara við heift og hatri. Þetta hefur forsetinn gert oftar en einu sinni og mun örugglega halda því áfram. Næg eru tilefnin og ærin munu þau verða, því miður.

Forsetinn hefur oftar en einu sinni lagt áherslu á að hann ætli í embætti fá að vera hann sjálfur. Hann virðist vera hjartahlýr og kærleiksríkur maður, ekki gefinn fyrir glamúr og glys. Sannur og heill og manna ólíklegastur til að breytast í puntudúkku. Það er vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis