fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Velta þeirra stærstu jókst um 1,5 milljarða milli ára 

Hagnaður jókst um hálfan milljarð á sama tíma – Tvær stærstu bílaleigur landsins mala gull

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 24. janúar 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær stærstu bílaleigur landsins veltu samtals 8,7 milljörðum krónum og skiluðu hagnaði upp á rúman hálfan milljarð árið 2015. Velta fyrirtækjanna tveggja jókst um 1,5 milljarð króna milli ára og hagnaður þeirra um 182 milljónir. Þetta kemur fram í ársreikningum Alp hf, sem rekur Avis og Budget-bílaleigurnar, og Bílaleigu Akureyrar (Höldur ehf.) fyrir árið 2015. Síðan þá hefur fjöldi ferðamanna aðeins aukist og umsvif ferðaþjónustunnar einnig.

Mikil aukning

Skráðir bílaleigubílar í umferð og á númerum voru 16.358 í júní 2015. Fyrirtækin tvö sem hér um ræðir áttu umtalsverða hlutdeild í þeim fjölda. Miðað við sprenginguna sem orðið hefur á fjölda ferðamanna er því ekki að undra að uppgangur hefur verið hjá stærstu aðilum á bílaleigumarkaði.

130% á 5 árum

Rekstrartekjur Alp hf. námu rúmum þremur milljörðum króna árið 2015 en höfðu numið rúmum 2,3 milljörðum árið 2014. Þá jókst hagnaður fyrirtækisins úr 121 milljón króna í rúma 231 milljón króna á sama tíma. Árið 2015 voru eignir fyrirtæksins metnar á 4,8 milljarða en skuldir námu rúmum 4 milljörðum.

Til samanburðar þá voru rekstrartekjur ALP 1,3 milljarðar króna árið 2010 og jókst því á fimm árum um 130 prósent.

159% á fimm árum

Hjá Bílaleigu Akureyrar námu rekstartekjur ársins 2015 tæpum 5,7 milljörðum króna en voru rúmir 4,7 milljarðar árið áður. Hagnaðurinn fór úr 252 milljónum í 335 milljónir. Árið 2015 voru eignir fyrirtækisins metnar á 10,6 milljarða króna en skuldir rúmum 11 milljörðum.

Velta Bílaleigu Akureyrar nam til samanburðar 2,2 milljörðum króna árið 2010. Á fimm árum hefur veltan því aukist um 159 prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“