fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Þúsund Íslendingar hafa bæst við bakvarðasveit Landsbjargar

„Samstaðan er bæði ólýsanleg og ómetanleg fyrir okkur“

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 24. janúar 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega þúsund manns bættust við í bakvarðasveit Landsbjargar um helgina en um er að ræða hóp fólks sem styrkir björgunarsveitir landsins með mánaðarlegu framlagi.

Þetta segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, í samtali við Morgunblaðið í dag.

„Það fjölgaði í þessum hóp um rúmlega eitt þúsund manns og er enn að bætast við. Þá fjölgaði líka einskiptis styrktarskráningum þar sem fólk gefur frjálst framlag í eitt skipti,“ segir Jón Svanberg.

Velvilji almennings í garð björgunarsveitanna hefur ekki farið framhjá neinum á undanförnum dögum. DV greindi til dæmis í gær frá skemmtilegu atviki á Blönduósi á sunnudag. Björgunarsveitin Blanda tók þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur um helgina en á sunnudag, þegar björgunarsveitin snéri aftur til Blönduóss, bauðst maður til að greiða fyrir eldsneyti á bíl sveitarinnar. „Við þáðum það með þökkum,“ sagði Hjálmar Björn Guðmundsson, formaður sveitarinnar, í samtali við DV.

„Samstaðan er bæði ólýsanleg og ómetanleg fyrir okkur og alla þá sem komu að þessu erfiða máli á einn eða annan hátt,“ segir Jón Svanberg við Morgunblaðið og bætir við að fjöldi fyrirtækja hafi sett sig í samband til að færa leitarfólki mat. Svo mikill matur barst að á tímabili var yfirfullt hjá Landsbjörg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus