fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Thomas sagður hafa ekið bílnum: Nikolaj sagður hafa farið aftur um borð í Polar Nanoq

Verða yfirheyrðir í dag – Sitja í einangrun á Litla-Hrauni

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 24. janúar 2017 09:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mennirnir tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni vegna rannsóknarinnar á hvarfi og andláti Birnu Brjánsdóttir heita Thomas Möller Olsen og Nikolaj Olsen. Þeir hafa réttarstöðu grunaðra í málinu samkvæmt heimildum DV.

Fréttablaðið greinir frá því í dag að Thomas, sem er 24 ára, hafi ekið rauða Kia Rio-bílnum frá Hafnarfjarðarhöfn að morgni laugardagsins 14. janúar síðastliðinn þar sem hann er talinn hafa farið um 300 kílómetra leið.

Nikolaj er aftur á móti sagður hafa farið aftur um borð í Polar Nanoq þennan morguninn. Eins og DV greindi frá 17. janúar síðastliðinn voru tveir menn í bílnum þegar honum var lagt fyrir utan togarann um klukkan 06:10 um morguninn, sama dag og Birna hvarf. Einn maður, sem Fréttablaðið segir að sé Nikolaj, fór þá út úr bílnum og um borð í skipið. Bílstjórinn, sem sagður er hafa verið Thomas, beið einn í bílnum til um klukkan sjö, eða þar til hann svo ók bílnum af hafnarsvæðinu.

Heimildir DV herma að skilríki Birnu hafi fundist í togaranum Polar Nanoq, en þeir sem fara fyrir rannsókninni hafa ekki viljað staðfesta þær heimildir. Þá hafa þeir sem stýrt hafa rannsókninni ekki viljað gefa það upp hvort lífsýni úr Birnu hafi fundist víðar en í bílnum, svo sem á fatnaði sakborninga.

Mennirnir sitja nú í einangrun á Litla-Hrauni en Hæstiréttur staðfesti tveggja vikna gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir þeim í gær. Í Fréttablaðinu segir að Thomas og Nikolaj verði yfirheyrðir í dag, en þeir voru síðast yfirheyrðir á fimmtudag og föstudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“