fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Vilja svipta Polar Nanoq veiðiréttindum

Samtök útgerðarmanna á Grænlandi ósátt

Kristín Clausen
Mánudaginn 23. janúar 2017 10:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grænlensk stjórnvöld hafa sagt að það að menn úr áhöfn Polarn Nanoq notuðu togarann til að smygla eiturlyfjum gæti orðið til þess að hann verði sviptur veiðiréttindum.

RÚV greinir frá því í morgun að Hans Enoksen, sjávarútvegsráðherra grænlensku landstjórnarinnar, hafi sagt að útgerðir grænlenskra togara verði að koma í veg fyrir að skipin séu notuð í þessum glæpsamlega tilgangi.

Í fréttinni segir að ef grænlenskir togarar verði áfram notaðir til að smygla eiturlyfjum muni grænlenska þingið íhuga að takmarka kvóta þeirra skipa sem notuð eru með þessum hætti.

Samtök útgerðarmanna á Grænlandi eru gríðarlega ósátt við þessi ummæli sjávarútvegsráðherra. Þau segja það óviðeigandi að útgerð sé hótað vegna lögbrots starfsmanns.

Líkt og áður hefur komið fram fundust 20 kíló af hassi um borð í Polarn Nanoq við leit lögreglu um borð í togaranum aðfaranótt fimmtudagsins 19 janúar. Einn skipverji var handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglu á því máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat