fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Mennirnir neita sök: Lögreglan leitar að vopni

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Sunnudaginn 22. janúar 2017 18:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var um klukkan eitt í dag sem áhöfn TF-LIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar fann lík í fjörunni vestur af Selvogsvita. Talið er að líkið sé að Birnu Brjánsdóttur en hennar hefur verið saknað í rúma viku. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu boðaði til blaðamannafundar klukkan 17 í Rúgbrauðsgerðinni og greindi frá stöðu mála.

Þar kom fram að talið er að Birna hafi ekki hitt skipverjana á grænlenska togaranum áður. Þá sagði Grímur að ekki hefðu fundist lífsýni á fleiri stöðum en í bílnum. Grímur tók þó fram að enn ætti eftir að rannsaka hluti sem teknir voru um borð í skipinu. Á fundinum kom einnig fram að lögregla telji ekki að líkinu hafi verið kastað frá borði skips.

Þá greindi Grímur frá því að lögreglan leitar að vopni en ekki er vitað hvernig Birnu var ráðinn bana. Það mun liggja fyrir þegar búið er að rannsaka áverka. Dánarorsök mun liggja fyrir innan fáeinna daga en Grímur sagði yfirgnæfandi líkur á að Birnu hefði verið ráðinn bani.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu vottaði fjölskyldu Birnu samúð sína. Þá kom hún á framfæri þakklæti til yfirvalda og björgunarsveitarmanna frá fjölskyldu Birnu.

Mennirnir sem eru í haldi vita að blóð fannst í bílnum en vita ekki að Birna er fundin. Þeir neita enn sök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun