fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Birna fannst látin

Lík Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið í rúma viku, fannst eftir hádegi í dag

Kristín Clausen
Sunnudaginn 22. janúar 2017 17:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birna Brjánsdóttir, sem saknað hefur verið síðan aðfaranótt laugardagsins 14. janúar, er látin. Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar fann lík Birnu eftir hádegi í dag.

Líkið fannst í fjöruborðinu við Selvogsvita í Ölfusi síðdegis í dag. Rannsóknarlögreglan telur að líkið sé af Birnu sem hefur verið saknað síðan aðfaranótt laugardags. Lögreglan telur yfirgnæfandi líkur á því að Birnu hafi verið ráðinn bani. Þetta kom fram á blaðamannafundi síðdegis þar sem lögregla tilkynnti um lífkundinn.

Kennslanefnd ríkislögreglustjóra vinnur að því að staðfesta hvort líkið sé af Birnu. Lögreglan gengu þó út frá því að svo sé. Aðgerðum á svæðinu er að mestu leiti lokið núna. Ekki liggur fyrir játning í málinu en tveir menn sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa orðið Birnu að bana.

Var saknað í rúma viku

Lögreglan lýsti fyrst eftir Birnu laugardagskvöldið 14. janúar en hún sást síðast á eftirlitsmyndavél við Laugaveg 31 klukkan 05:25 að morgni laugardags. Birna hafði verið úti að skemmta sér á skemmtistaðnum Húrra. Á sama tíma og hún sást síðast í eftirlitsmyndavél sást rauður Kia Rio bíll keyra framhjá.

Fjöldi fólks tók þátt í óformlegri leit af Birnu um síðustu helgi. Sú leit skilaði litlum árangri. Snemma á mánudagsmorgun, 16. janúar, auglýsti lögreglan eftir ökumanni rauða Kia Rio bílsins. Sama kvöld fannst skópar sem var í eigu Birnu og hún var í nóttina sem hún hvarf.

Ítarleg leit var gerð á svæðinu um nóttina en án árangurs.

Lífsýni sem fannst í bílnum úr Birnu

Daginn eftir, þriðjudaginn 17. janúar, staðfesti lögreglan að skipverjar á Polar Nanoq væru mögulega viðriðnir hvarf Birnu þar sem sést hefði til þeirra aka á rauðum bíl að skipinu.

Í framhaldinu óskaði lögreglan eftir aðstoð danskra yfirvalda að stöðva för togarans sem var kominn út úr íslenskri landhelgi. Sérsveitarmenn tóku svo yfir skipið miðvikudaginn 18. janúar og í framhaldinu voru tveir menn handteknir grunaðir um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu.

Þegar að Polar Nanoq kom til hafnar í Hafnarfirði um klukkan 23 sama kvöld var búið að handtaka þrjá menn um borð. Þeir voru færðir til yfirheyrslu. Mennirnir voru í framhaldinu úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald. Þeir neita sök í málinu.

Í dag staðfesti lögreglan svo að lífsýni sem fannst í rauðu Kia Rio bifreiðinni var úr Birnu. Nokkrum klukkustundum síðar tilkynnti lögreglan að lík hennar væri fundið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu