fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Móðir Birnu afþakkar alla fjársöfnun: Safnið frekar fyrir tækjabúnaði lögreglu og björgunarsveitir

„Þú veist að dómur yfir þér mun mildast mikið ef þú hefur samband“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 20. janúar 2017 16:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu Brjánsdóttur segir í samtali við DV að margir hafi haft samband og viljað hefja söfnun fyrir fjölskylduna til að létta undir með henni á þessum erfiðu tímum. Birnu hefur verið saknað frá aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Þá segir Sigurlaug að sá sem viti hvað gerðist eða haldi henni í gíslingu muni fá mildari dóm ef hann stígur fram og játar.

Á síðustu dögum hafa orðið miklar vendingar í málinu. Grímur Grímsson sagði í morgun:

„Við erum ágætlega komnir á veg. Við teljum okkur vera nokkurn veginn komna með atburðarásina og teljum okkur hafa nokkuð góða hugmynd um það hvernig hún var.“

Hann kveðst vongóður um að á endanum muni rannsókn lögreglu ná að púsla saman heildarmyndinni af því sem átti sér stað aðfaranótt laugardags. Sagði Grímur einnig að rannsóknin væri með þeim viðameiri sem lögreglan hefur tekist á við undanfarin ár.

Sigurlaug tjáði sig á Facebook-síðu sinni í dag. Þar sagði hún:

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Þú sem veist um Birnu eða heldur henni í gíslingu, þú veist að dómur yfir þér mun mildast mikið ef þú hefur samband og lætur vita, ekki bara hjá dómsvaldi heldur hjá þjóðinni allri“

Þá vildi Sigurlaug koma á framfæri skilaboðum til þjóðarinnar en hún sendi blaðamanni DV stutta yfirlýsingu:

„Þar sem margir hafa haft samband og viljað hefja söfnun fyrir fjölskyldu Birnu til þess að létta undir með henni. Þá er alveg skýrt frá móður Birnu að hún afþakkar alla fjársöfnun fyrir sig. En bendir á að hægt er að safna fyrir tækjabúnaði lögreglu og björgunarsveitir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“