fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Leitin að Birnu: Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu

Að svo stöddu skortir vísbendingar til að halda leitinni áfram

Kristín Clausen
Föstudaginn 20. janúar 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Engin skipulögð leit að Birnu Brjánsdóttur hefur verið ákveðin í dag. Þetta segir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Ástæðan er sú að búið er að skanna þau svæði sem lögreglan hefur fengið ábendingar um að leita á. Björgunarsveitirnar verða áfram þó í viðbragðsstöðu ef nýjar vísbendingar berast. Þorsteinn bendir á að leitinni verður haldið áfram og staðan geti breyst hratt. Núna er hinsvegar verið að meta hvar á að leita.

Eru í viðbragðsstöðu

„Ástæðan fyrir því að ekki er hafin skipulögð leit er sú að okkur skortir vísbendingar til að hefja hana. Við erum búin að klára þau svæði þar sem hafa verið vísbendingar. Það eru, miðbærinn, svæðið við Flatahraun, í Urriðaholti, hafnarsvæðið í Hafnarfirði og nú síðast á Strandarheiði. Ef einhverjar frekari vísbendingar munu beina okkur aftur á þessi svæði þá förum við þangað og höfum fólk til taks til þess. “

Þorsteinn segir að í dag, að öllu óbreyttu, verði megináhersla lögð á að vinna með lögreglunni út frá þeim ábendingum sem hafa borist og vega og meta það hvort og þá hvar verði leitað næst.

Búið er að kalla út aðgerðarstjórnendur björgunarsveita á Suðurlandi, Suðurnesjum og á Vesturlandi. „Við erum að horfa á málið í stóra samhenginu. Áætla mannafla, einangra svæði sem leitað hefur verið á og velta fyrir okkur næstu skrefum. Þá einnig hvernig leit verður háttað um helgina“.

Í gærkvöldi var notast við snjóflóðahund við leitina að Birnu á Strandarheiði. Snjóflóðahundar, ólíkt sporhundum sem rekja spor fólks, eru sérhæfðir í því að leita á minna afmörkuðu svæði og í snjó.

Þakklátur björgunvarsveitarmönnum

Þorsteinn vill ítreka að leitinni verður haldið áfram. Núna er hinsvegar verið að meta hvar á að leita. Þá vill hann koma á framfæri sérstöku þakklæti til björgunarsveitarmanna sem hafa margir sett líf sitt í biðstöðu síðustu daga. Hann bendir á að það að vera í björgunarsveit sé á vissan hátt fórnfýsi.

„Þó svo að við í íslensku samfélagi göngum að því sem gefnu að það sé hægt að kalla út björgunarsveitir hvenær sem er þá er ekki sjálfgefið í nútímasamfélagi að fólk hverfi frá störfum sínum, fjölskyldu og börnum til að sinna leitar- og björgunarstörfum. Fyrir það ber að þakka.“

Þá vill Þorsteinn koma sérstökum þökkum til vinnuveitenda björgunarsveitarmanna sem iðulega bregðast vel við og gefa viðkomandi frí til leitar- og björgunarstarfa þegar kallið kemur.

„Oft fær okkar fólk frí í vinnunni til að sinna þessum störfum án þess að dregin séu af þeim laun. Það er líka þakkarvert og ein af forsendum þess að við getum haldið starfinu gangandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi