fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

„Illskan stökk inn í hefðbundið líf ungrar konu“

Vigfús Bjarni segir íslenskan veruleika vera orðinn óhugnanlegri

Kristín Clausen
Föstudaginn 20. janúar 2017 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum að takast á við illskuna sem stökk inn í hefðbundið líf ungrar konu,“ segir sjúkrahúspresturinn Vigfús Bjarni Albertsson. Hann upplifir íslenskan veruleika töluvert óhugnanlegri eftir atburðarás síðustu daga í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur sem hefur verið saknað frá aðfaranótt laugardagsins 14. janúar.

Nýr veruleiki

Vigfús segir að okkur Íslendingum finnist að mál af þessu tagi eigi ekki að eiga sér stað í okkar samfélagi.
„Þegar svona gerist rennur upp nýr veruleiki fyrir fólki sem hræðir okkur líka. Maður hugsar öðruvísi um sitt samfélag sem er orðið mun alvarlegra en maður gerði sér almennilega grein fyrir.“

Þá bendir Vigfús á að áföll af mannavöldum séu þess eðlis að þau koma nærri manni. „Við erum mörg foreldrar, systkini og ekki síst ungmenni sem finnum mikið til með fjölskyldu sem er að takast á við svona mikið áfall.“

Illskan stökk inn í veruleikann

Hann segir að öll áföll sem við verðum vitni að eða höfum lent í áður kalli fram fyrri áföll. Í þessu tilfelli eigi það við þá einstaklinga sem eiga beina reynslu af áföllum af mannavöldum.

„Það sem manni finnst gott í þessu hörmulega máli og ég sé svo oft í minni vinnu er að við sem þjóð stöndum saman þegar svona gerist.“

Vigfús segir að aðstæður sem þessar krefjist þess að við tölum um líðan okkar. „Sú tjáning þarf að sjálfsögðu að taka mið af þeim sem eru þolendur málsins, það eru stúlkan sjálf, foreldrar hennar og nánir aðstandendur.“

Hann telur mikilvægt að atburðarás síðustu daga skapi samtöl inni á heimilum, á vinnustöðum sem og í öðrum hópum þar sem fólk hefur færi á að tjá sínar tilfinningar og skoðanir.

Þá segir Vigfús það hættulegt að leggja mat á líferni fólks.

„Við erum að tala um illsku sem stekkur inn í veruleikann. Það er svo vont þegar við reynum að útskýra af hverju áfallið átti sér stað. „Við höfum flest prófað að vera undir áhrifum, verið á röngum stað á röngum tíma. Það er hluti af því að vera manneskja.“

Segjum börnunum sannleikann

Að sama skapi ráðleggur Vigfús foreldrum að segja börnunum sínum satt og rétt frá því sem gerðist í tengslum við rannsóknina á hvarfi Birnu.

„Við gerum börnunum okkar ekki greiða með því að segja ósatt. Það skapar vantraust gagnvart foreldrum og þeim sem börnin eiga að treysta. Þeim er enginn greiði gerður með því að fá upplýsingar um eitthvað sem á ekki við rök að styðjast. Þau eiga eftir að lesa eða heyra það frá öðrum.“

Vigfús telur mikilvægt að foreldrar viðurkenni ótta barnsins, tali við það og hlusti á það sem barnið er að hugsa. „Um leið er mikilvægt að lofa barninu eins mikilli vernd og við getum lofað í þessu lífi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“
Fréttir
Í gær

Saxenda bætti lífsgleði, lífgæði, liðleika og úthald en SÍ neituðu að halda áfram að niðurgreiða

Saxenda bætti lífsgleði, lífgæði, liðleika og úthald en SÍ neituðu að halda áfram að niðurgreiða
Fréttir
Í gær

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur
Fréttir
Í gær

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“
Fréttir
Í gær

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips