fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Í gæsluvarðhaldi vegna gruns um manndráp

Tveir skipverjar á Polar Nanoq úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald

Ritstjórn DV
Föstudaginn 20. janúar 2017 01:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir skipverja Polar Nanoq voru í gær hnepptir í gæsluvarðhald, grunaðir um að hafa orðið valdir að bana Birnu Brjánsdóttur. Birnu hefur verið saknað síðan laugardaginn 14. janúar síðastliðinn. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness á grundvelli 211. greinar almennra hegningarlaga. Sú grein fjallar um manndráp. Fréttablaðið greinir frá þessu.

Um er að ræða skipverjana tvo sem voru handteknir af lögreglu þegar Polar Nanoq var tekið yfir síðastliðinn miðvikudag úti á rúmsjó. Síðar þann sama dag var þriðji skipverjinn handtekinn en honum var sleppt úr haldi eftir yfirheyrslur í gær. Er hann ekki grunaður um aðild að hvarfi Birnu.

Í fyrrinótt leitaði lögregla í skipinu og ræddi við aðra skipverja. Enginn þeirra er grunaður um aðild að hvarfi Birnu.

Björgunarsveitir hafa nú í tvo daga leitað að ummerkjum um Birnu á Strandarheiði á Reykjanesi, eftir ábendingar frá almenningi. Enn sem komið er hefur leitin ekki skilað árangri og verður henni framhaldið á morgun. Til umræðu er að fá liðsauka frá björgunarsveitum víðar að af landinu heldur en af suðvesturhorninu til leitarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu