fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Hinir grunuðu útiloka ekki að hafa hitt Birnu: Blóð fannst í bílnum

Mennirnir neita sök -verða ekki yfirheyrðir um helgina nema nýjar vísbendingar komi fram í málinu

Kristín Clausen
Föstudaginn 20. janúar 2017 21:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blóð er meðal lífsýna sem lögreglan fann í rauðu Kia Rio bifreiðinni, sem talin er tengjast hvarfi Birnu Brjánsdóttur.

Ekki yfirheyrðir um helgina

Þetta staðfesti lögreglumaðurinn Einar Guðberg Jónsson í samtali við mbl.is Rannsókn lögreglu miðast nú að því að grænlensku skipverjarnir tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins hafi myrt Birnu.

Þeir hafa að sögn Gríms Grímssonar, sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, verið yfirheyrðir mjög ört frá því að þeir voru handteknir. Þeir verða ekki yfirheyrðir um helgina nema fram komi nýjar vísbendingar.

Neita sök

Hinir grunuðu neita sök en útiloka ekki að hafa hitt Birnu nóttina sem hún hvarf. Þá vinnur lögreglan í því að afla frekari sannana á því að Birna hafi verið í bílnum.

Einar Guðberg vonast til þess að niðurstöðurnar úr greiningu á blóðinu sem og öðrum lífsýnum komi í ljós um helgina eða í byrjun næstu viku.

Allsherjarútkall á morgun

Í dag óskaði lögreglan eftir myndefni frá ökumönnum bifreiða sem eru með upptökubúnað og voru á ferli, einhverstaðar á suðvesturhorninu, frá klukkan 7 að morgni til 11:30 síðastliðinn laugardag þar sem rauður Rio Kia sést.

Enn sem komið er hafa engar ábendingar borist sem gangast við leitina að Birnu. Því viljum við ítreka skilaboð lögreglunnar.

Á morgun verður umfangsmesta leit í nágrenni höfuðborgarsvæðisins sem íslenskar björgunarsveitir hafa lagt í. Búið er að kalla út björgunarsveitir af öllu landinu og verður leitað að Birnu á öllu suðvestanverðu landinu frá því að birtir í fyrramálið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus