fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Framsókn, VG og Samfylking áttu í viðræðum

Formaður VG segir ekki hafa verið haft samband við Sjálfstæðisflokk – Bjarni mun vera upplýstur

Ritstjórn DV
Mánudaginn 2. janúar 2017 11:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framsóknarflokkurinn, Vinstri græn og Samfylkingin áttu í viðræðum milli jóla og nýárs. Þetta staðfestir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Ekki hafi þó verið um formlegar viðræður að ræða. Þá fari því fjarri að haft hafi verið samband við Sjálfstæðisflokkinn á einhvern hátt, með það í huga að bjóða honum til samstarfs með þessum flokkum. DV hefur hins vegar heimildir fyrir því að formanni Sjálfstæðisflokksins hafi verið gerð grein fyrir viðræðunum.

„Í kringum fjárlagavinnuna í þinginu fundum við að það voru ákveðnir sameiginlegir tónar milli þessara flokka. Við hittumst því og ræddum sameiginlegar áherslur á sviði félagslegs réttlætis og jöfnuðar. Framsókn átti auðvitað ekki aðild að neinum stjórnarmyndunarviðræðum og það er bara mikilvægt fyrir þessa flokka að ræða þessi mál, hvort sem þeir verði í stjórnarandstöðu eða í stjórn. Þessir flokkar eiga margt sameiginlegt,“ segir Katrín og bendir á að eins og staðan sé nú sé líklegast að þessi þrír flokkar verði í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu. Mikilvægt sé að stilla saman strengi í þeim efnum.

Katrín neitar því hins vegar að búið sé að teikna upp einhverjar áherslur og kynna þær fyrir Sjálfstæðisflokki, líkt og Morgunblaðið hélt fram í morgun. „Sjálfstæðisflokkurinn er í öðrum viðræðum og við erum ekki að trufla þær viðræður.“ Engu að síður hefur DV heimildir fyrir því að skilaboðum hafi verið komið til Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að viðræður flokkanna hafi farið fram. Hluti þingmanna Sjálfstæðisflokksins mun fús til að ræða við Vinstri græn og Framsókn um stjórnarsamstarf, jafnvel þó að viðræður við Bjarta framtíð og Viðreisn séu langt komnar.

Þrátt fyrir þetta er fátt sem bendir til annars en að Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð haldi áfram viðræðum sínum um myndun ríkisstjórnar. Bjarni Benediktsson, Benedikt Jóhannesson og Óttarr Proppé munu funda síðdegis og er markmiðið að klára stjórnarsáttmála að miklu leyti í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“