fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Skipstjóri Regina C segir skipverja ekki vera flýja Ísland

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 19. janúar 2017 20:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóan Pauli skipstjóri á grænlenska togaranum Regina C segir frétt grænlenska ríkisútvarpsins ekki vera rétta um að skipverjar á báti hans hafi orðið fyrir aðkasti á Íslandi. Segir Jóan að staðið hafi til að fara heim þennan dag. Í frétt grænlenska útvarpsins sem DV vitnaði í þar sem eigandi útgerðarinnar Svend Christensen að sjómenn á hans vegum hefðu orðið fyrir aðkasti hér á landi og verið vísað úr verslun. Tengdi hann það við handtökur á grænlenskum sjómönnum sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Sagði Svend starfsmenn sína finna fyrir andúð þegar þeir ganga um götur borgarinnar.

„Auðvitað á það ekki að bitna á þeim eða fólk að halda að allir Grænlendingar séu slæmir,“ sagði Svend í viðtali við grænlensku stöðina.

Í samtali við Vísi segir Jóan Pauli að frásögn yfirmanns hans sé ekki rétt. Einn sjómaður hafi farið í búð og þar hafi tvær konur í versluninni sagt honum að vera úti. Það hafi verslunareigandinn sjálfur ekki gert og því ekki við hann að sakast. Neitaði hann að gefa upp um hvaða verslun væri að ræða. Þá sagði hann að það hefði staðið til að halda heim til Grænlands þennan dag. Taldi hann að upplýsingar hefðu skolast til en skipverjar væru meðvitaðir um ástandið á Íslandi og því haldið sig til hlés.

Þá sagði hann Íslendinga yfirleitt taka þeim vel og sagði að þeir tækju dónaskap sem sjómaðurinn varð fyrir í versluninni ekki alvarlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work