fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Rauði Kia Rio-bíllinn: Fullyrt að rannsóknargögn bendi til misindisverks

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 19. janúar 2017 12:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsóknargögn úr rauðu Kia Rio-bifreiðinni sem lögregla lagði hald á á þriðjudag benda til þess að misindisverk hafi verið framið. Vísir greindi frá þessu í hádeginu og vísaði í heimildir sínar.

DV hefur reynt að ná tali af Grími Grímssyni hjá lögreglunni í morgun en án árangurs, en í samtali við Vísi vildi hann ekki tjá sig um málið.

Ekki kemur fram í frétt Vísis hvaða gögn benda til þess að misindisverk hafi verið framið, en grunur leikur á að skipverji um borð í Polar Nanoq hafi verið með rauða bílinn á leigu sem sást í myndbandsupptökunni frá Laugavegi kvöldið sem Birna Brjánsdóttir hvarf.

Ekki hefur fengist staðfest að bíllinn sem lögregla lagði hald og bíllinn sem sást á Laugavegi sé einn og sami bíllinn en í frétt Vísis kemur fram að lögregla hafi lagt hald á einn bíl af þessari tegund.

Tveir menn, sem handteknir voru í gær, eru í Héraðsdómi Reykjaness þar sem krafa lögreglu um gæsluvarðhald verður tekin fyrir. Ekki liggur fyrir hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir þriðja manninum sem handtekinn var í gærkvöldi, en lögregla hefur frest fram á kvöld til að taka ákvörðun um það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis