fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Julian Nolsø lokaði Facebook-síðu Polar Nanoq

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 19. janúar 2017 14:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Facebook-síðu Polar Nanoq hefur verið lokað. Skipstjóri frystitogarans Julian Nolsø er umsjónarmaður síðunnar. Julian er frá Færeyjum líkt og stýrimennirnir, vélstjórarnir og kokkurinn. Þeir Grænlendingar sem eru um borð eru flestir hásetar og sinna fiskvinnslu um borð.

Togarinn kom að landi í gærkvöldi og voru þrír skipverjar fluttir í land, grunaðir um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur. Tveir voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald grunaðir um refsiverða háttsemi en sá þriðji err talinn vera hugsanlegt vitni í málinu.

Á Facebook var að finna síðu sem ætlað var áhafnarmeðlimum skipsins til að skiptast á skoðunum og fá upplýsingar. Julian hafði áður tjáð sig stuttlega við Stundina um að málið hefði komið honum í opna skjöldu. Myndum af skipverjum hefur verið dreift manna á milli og getur DV staðfest að hafa fengið nokkur skjáskot með myndum af skipstjóranum og öðrum Færeyingi þar sem fullyrt var að þeir hefðu verið handteknir vegna málsins. Það er ekki sannleikanum samkvæmt. Mennirnir sem handteknir voru eru eins og áður segir grænlenskir.

DV ræddi í gær við Hörð Björgvinsson sem þekkir vel til áhafnarinnar sem kvaðst vera í áfalli yfir hvarfi Birnu.

Hörður fór síðast um borð í frystitogarann síðastliðinn fimmtudaginn til að hitta Færeyingana sem sigldu skipinu til Íslands í síðustu viku. Þegar Hörður kom um borð voru Grænlendingarnir ókomnir. Þeir komu, hver úr sinni áttinni, með flugi til Íslands að kvöldi fimmtudags og á föstudaginn. Hörður gefur hér lesendum DV örlitla innsýn inn í lífið um borð og tengsl sín við skipverjanna.

„Ætli ég hafi ekki kynnst þeim árið 2003. Þetta eru nánast alltaf sömu mennirnir. Þá er ég að tala Færeyingana, þeir eru allir mjög nánir vinir mínir. Það hafa verið meiri mannabreytingar hjá Grænlendingunum. Ég þekki þá ágætlega og hef í raun og veru ekkert nema gott um þá að segja,“ sagði Hörður en viðtalið má lesa í heild hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala