fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

„Já, við grunum þá um refsiverða háttsemi“

Úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald – Lögregla telur sig þurfa lengri tíma

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 19. janúar 2017 12:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Annar skipverjinn af grænlenska togaranum Polar Nanoq, sem leiddur var fyrir Héraðsdóm Reykjaness, nú fyrir hádegi var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Einar Guðberg Jónsson lögreglufulltrúi sagði í hádegisfréttum RÚV að úrskurður héraðsdóms verði kærður til Hæstaréttar.

Sjá einnig: Rauði Kia Rio-bíllinn: Fullyrt að rannsóknargögn bendi til misindisverks

Lögregla fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald og verður úrskurðinum áfrýjað til að fá lengra varðhald yfir manninum. Þegar þetta er skrifað er ekki búið að taka fyrir gæsluvarðhaldskröfu yfir hinum manninum en úrskurður mun liggja fyrir á næstu mínútum.

Einar Guðberg sagði í fréttum RÚV að lögregla teldi sig hafa rökstuddan grun um að mennirnir tveir hefðu komið að hvarfi Birnu Brjánsdóttur aðfaranótt laugardags. Þegar Einar var spurður hvort þeir væru grunaðir um refsiverða háttsemi, sagði hann: „Já, við grunum þá um refsiverða háttsemi.“

Einar segir að lögregla þurfi lengri tíma til að rannsaka málið en þessar tvær vikur sem héraðsdómur úrskurðaði í hádeginu. Ekki liggur fyrir hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir þriðja manninum sem var handtekinn í gærkvöldi, en lögregla hefur frest fram á kvöld til að taka ákvörðun um það.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis
Fréttir
Í gær

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Í gær

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk
Fréttir
Í gær

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“
Fréttir
Í gær

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna
FréttirPressan
Í gær

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heilt íþróttafélag snerist gegn 12 ára dreng sem sakaði Dalslaugarníðinginn um kynferðisbrot – „Ég vissi að perrinn næðist, gæti ekki hætt“

Heilt íþróttafélag snerist gegn 12 ára dreng sem sakaði Dalslaugarníðinginn um kynferðisbrot – „Ég vissi að perrinn næðist, gæti ekki hætt“