fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Skórnir sem fundust í sömu stærð og skór Birnu

Drónar, kafbátur og slöngubátar notaðir við leit – Sjálfboðaliðar haldi sig fjarri

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 17. janúar 2017 12:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skórnir sem sjálfboðaliðar fundu vegna leitar að Birnu Brjánsdóttur við Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöldi eru sömu stærðar og skórnir sem Birna notar.

Þetta kemur fram á vef Vísis. Þá eru þeir sagðir sömu tegundar og í sama lit og skórnir sem Birna var í aðfaranótt laugardags þegar hún hvarf. DV náði tali af Grími Grímssyni, yfirlögregluþjóni hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem staðfesti þetta. „Já, við teljum að þeir séu sömu stærðar,“ sagði hann.

Rannsókn beinist að skónum

Grímur segir að allir angar málsins séu til skoðunar og sagði hann meðal annars við Vísi að skoðað væri hvort skónum hafi verið komið eða hvort Birna hafi farið úr þeim þarna. Unnið er að því að nálgast myndbandsupptökur út myndavélum hjá Atlantsolíu og öðrum fyrirtækjum í nágrenninu.

„Þetta er staðurinn sem við erum að miða við og það verður farið um allt þetta svæði í leitinni, það liggur alveg fyrir,“ segir Grímur í frétt Vísis.

Drónar, kafbátur og slöngubátar notaðir við leit

Fjölmennt lið er nú við leit á svæðinu og greindi RÚV frá því að notast sé við ómannaðan kafbát við leitina. Þá verður notast við dróna og slöngubáta við leitina í dag.

Þá greindi RÚV frá því í morgun – og hafði eftir Grími Grímssyni – að auknar líkur væru á því að skóparið sem fannst séu skór Birnu þó að sporhundur, sem björgunarsveitir notuðu í nótt, hafi sýnt svæðinu lítinn áhuga.

Sjálfboðaliðar haldi sig fjarri

Þorsteinn Gunnarsson, kynningarfulltrúi Landsbjargar, sagði í samtali við DV í morgun að leit skipulögð leit hafi hafist klukkan 10.30. Þegar hann var spurður að því hvort Dr. Martens-skórnir sem fundust á svæðinu í nótt væru í eigu Birnu, sagði hann:

„Þetta er eina vísbendingin sem við höfum. Skórnir eru í rannsókn hjá lögreglunni. Getum ekki staðfest neitt.“
Þorsteinn staðfesti að mikið af myndavélum séu á svæðinu þar sem skórnir fundust og leitin fer fram í dag. „Það er verk lögreglunnar að fara yfir og skoða þessar upptökur.“

Þá hvetur Þorsteinn almenning eindregið til að aðstoða við leitina með því að fara út og leita eftir vísbendingum í nærumhverfi sínu. Þó eru sjálfboðaliða beðnir um að halda sig fjarri vettvangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“
Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Í gær

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni
Fréttir
Í gær

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“