fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Rafretta sprakk í andliti Andrews: Birtir hrikalegar myndir af afleiðingunum

Færslunni hans hefur verið deilt rúmlega 300 þúsund sinnum

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 17. janúar 2017 14:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrew Hall, Bandaríkjamaður í Idaho, hugsar sig væntanlega tvisvar um áður en hann fær sér rafrettu á nýjan leik. Andrew slasaðist mikið í andliti þegar ein slík sprakk í munni hans.

Andrew birti myndir af afleiðingunum á Facebook-síðu sinni á sunnudag og er óhætt að segja að færslan hafi vakið mikil viðbrögð.

„Ég missti að minnsta kosti sjö tennur, hlaut annars stigs brunasár á andliti og á hálsi og hef þurft að draga plastefni og allskonar fylgihluti úr hálsinum, munninum og vörunum,“ segir hann í færslunni en slysið varð á laugardag.

Andrew segist skilja það að rafsígarettur geti verið gagnlegar fyrir þá sem vilja hætta reykingum. Það sé raunar frábært að þær gagnist fólki. „En ég vil einfaldlega vekja athyglina á því að þær geta sprungið fyrirvaralaust. Áður en að þessu kom hefði ég örugglega sagt að það gæti aldrei gerst.“

Andrew áréttar að rafhlaðan í sígarettunni hafi verið í lagi og hún hafi auk þess legið rétt í rafrettunni. Ekkert hafi bent til þess að eitthvað óeðlilegt væri á seyði. Hann hafi látið fagmenn sem selja rafrettuna sjá um að koma rafhlöðunni fyrir og farið eftir öllum leiðbeiningum.

„Ég hef aldrei lent í neinum vandræðum með þetta,“ segir hann og bætir við að hann þakki þeim sem hafi sýnt honum stuðning. Einhverjir hafa haldið því fram að myndirnar séu sviðsettar, en Andrew segir það af og frá. „Þetta gerðist og ég þakka fyrir að þetta varð ekki verra.“

Þegar þetta er skrifað hafa 330 þúsund manns deilt færslunni, en Andrew mun enn vera undir eftirliti lækna á sjúkrahúsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“