fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Landsbjörg leitar við Urriðakotsvatn

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 17. janúar 2017 12:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það eru um hundrað manns við leit núna, flestir eru á hafnarsvæðinu í Hafnarfirði en svo eru nokkrir að fylgja eftir smá óljósri vísbendingu við Urriðakotsvatn. Það er ein af þessum vísbendingum sem þarf að tékka en eru ekki endilega hluti af leitinni,“ segir Þor­steinn G. Gunn­ars­son, upp­lýs­inga­full­trúi Slysavarnafélagsins Lands­bjargar.

Í gær fundust skór við höfnina í Hafnarfirði hjá birgðastöð Atlantsolíu. Lögregla hefur staðfest að þeir séu í sömu stærð og Birna Brjánsdóttir notar. Þorsteinn segir í samtali við DV að kafarar séu til taks en þeir hafi ekki leitað í höfninni.

„Við erum með kafara á svæðinu en þeir hafa ekki verið notaðir en aftur á móti erum við með slöngubáta sem fara með fram kantinum og lóninu. Við erum með dróna og fleira sem nýtist okkur í leit.“

Þá er eins og áður segir lítill hópur að fylgja eftir óljósri vísbendingu við Urriðakotsvatn. Ekki er leitað í vatninu sjálfu.

„Þetta er erfið leit. Vanalega þegar verið er að leita að týndri manneskju á fjöllum þá er vitað hvert manneskjan fór og hún sé einhver staðar á því svæði, en við höldum áfram að gera allt sem í okkar valdi stendur til að verða að liði,“ segir Þorsteinn sem hvetur sjálfboðaliða til að halda sig fjarri vettvangi en leita frekar í sínu nærumhverfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“
Fréttir
Í gær

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks
Fréttir
Í gær

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu
Fréttir
Í gær

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“
Fréttir
Í gær

Fékk skilorð fyrir ofsafengna sveðjuárás

Fékk skilorð fyrir ofsafengna sveðjuárás