fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Lögreglan boðar til blaðamannafundar

Tilefnið er leitin að Birnu Brjánsdóttur

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 16. janúar 2017 15:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur boðað til blaðamannafundar vegna leitarinnar að Birnu Brjánsdóttur. Ekkert hefur spurst til Birnu síðan aðfaranótt laugardags og hefur umfangsmikil leit í dag ekki skilað neinum árangri.

Skipulögð leit sérhæfðra leitarhópa björgunarsveita stendur nú yfir í miðbænum þar sem síðast sást til Birnu. Lögreglan óskaði fyrst eftir aðstoð björgunarsveitanna við leitina að Birnu í gærkvöldi, en sem fyrr segir hefur ekkert spurst til hennar í rúmlega tvo sólarhringa.

Í frétt DV.is kom fram að forgangsverkefni hjá lögreglunni í dag sé að verða sér úti um fleiri myndir úr eftirlitsmyndavélum í miðbæ Reykjavíkur.

Blaðamannafundurinn hefst klukkan 17.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu