fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Jón Mýrdal: „Við erum harmi slegin yfir hvarfi Birnu“

Vonast til að hún finnst sem fyrst -heil á húfi

Kristín Clausen
Mánudaginn 16. janúar 2017 12:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum harmi slegin yfir hvarfi Birnu,“ segir Jón Mýrdal eigandi Húrra sem er skemmtistaðurinn þar sem Birna Brjánsdóttir var með vinum sínum skömmu áður en hún hvarf sporlaust í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt 14 janúar.

Í góðu sambandi við aðstandendur Birnu

Rúmlega tveir sólarhringar eru frá því að síðast spurðist til Birnu. Jón vill koma því á framfæri að hann ásamt starfsfólki Húrra hafi verið í sambandi við móður Birnu og látið henni, sem og lögreglunni, í té allar upplýsingar sem þau hafi í málinu.

Þetta kemur fram á Facebook síðu Jóns. Þá segist hann vonast til þess að Birna finnist sem fyrst, heil á húfi.

Líkt og fram hefur komið sást Birna í eftirlitsmyndavél ganga ein síns lið frá Húrra, austur Austurstræti, upp Bankastræti og Laugaveg að húsi númer 31. Þar hvarf hún sjónum klukkan 05:25. Ekkert hefur spurst til hennar síðan.

Ekkert hefur spurst til hennar í rúmlega 2 sólarhringa
Birna Brjánsdóttir Ekkert hefur spurst til hennar í rúmlega 2 sólarhringa

Óttast um Birnu

Matthildur Soffía Jónsdóttir, vinkona Birnu sagði í samtali við DV í morgun:

„Við vorum saman þetta kvöld. Ég fór fyrr heim en Birna ákvað að vera áfram. Við þekktum fullt af fólki þarna, þetta er svo lítið land. Þegar ég vaknaði daginn eftir var mér sagt að hún hefði ekki mætt í vinnuna. Sem er mjög ólíkt henni. Í framhaldinu byrjuðum við að leita.“

kemba nú miðborgina í von um að finna vísbendingar í málinu
Tugir björgunarsveitarmanna kemba nú miðborgina í von um að finna vísbendingar í málinu

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Í hádeginu fór af stað skipulögð leit sérhæfðra leitarhópa björgunarsveitanna á svæðinu þar sem Birna sást síðast. Leitað er 10 til 12 manna hópum. Tugir björgunarsveitarmanna eru í miðborginni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu