fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Ofurbaktería varð konu að bana: Engin sýklalyf í Bandaríkjunum hefðu virkað

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 15. janúar 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona á áttræðisaldri lést af völdum bakteríusýkingar fyrir skemmstu sem engin sýklalyf virkuðu á. Konan sem um ræðir var búsett í Nevada í Bandaríkjunum. Umræðan um lyfjaónæmar bakteríur hefur verið áberandi undanfarin misseri, en talið er að 700 þúsund manns deyi árlega af völdum þeirra.

Í skýrslu sem sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna, Centers for Disease Control and Prevention, gerði um dauða konunnar kemur fram að konan hafi verið lögð inn á sjúkrahús í ágúst síðastliðnum. Þá var hún tiltölulega nýkomin til Bandaríkjanna eftir að hafa dvalið á Indlandi.

Læknar komust að því að konan þjáðist af svokallaðri CRE-sýkingu, en hana virðist hún hafa fengið eftir að hafa verið meðhöndluð vegna mjaðmagrindarbrots í Indlandi. Læknum gekk illa að ráða við sýkinguna sem að lokum dró konuna til dauða.

Eftir dauða hennar kom í ljós að engin af þeim 26 tegundum sýklalyfja sem eru til í Bandaríkjunum hefðu virkað á sýkinguna.

„Ég held að þetta sé aðeins forsmekkurinn af því sem koma skal,“ segir Dr. James Johnson, prófessor í faraldsfræði við University of Minnesota.

Í september síðastliðinum samþykkti Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna yfirlýsingu þess efnis að bregðast þyrfti við auknu sýklaónæmi.

Margir áratugir eru síðan fyrst var farið að vara við hugsanlegum afleiðingum vegna sýklaóæmra baktería. Alexander Fleming, maðurinn sem fann upp pensilínið, sagði á sínum tíma að hættulegt væri að taka of lítinn skammt af sýklalyfjum, skammt sem ekki dugar til að drepa bakteríurnar. Það myndi hafa þá hættu í för með sér að bakteríur myndu mynda ónæmi gegn þessum lyfjum. Og það er nákvæmlega það sem hefur gerst undanfarna áratugi.

Samkvæmt yfirlýsingunni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna skuldbinda þjóðir sig til þess að vekja athygli almennings á hættunni sem stafar af sýklaónæmi. Þá verði þrýst á aukna nýsköpun í lyfjaiðnaði sem hefur það að marki að þróa ný lyf sem gagnast í baráttunni gegn sýklaónæmi. Loks verði miðlægum gagnagrunni komið upp svo hægt verði að halda betur utan um þróunina í þessum efnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Fréttir
Í gær

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”