fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Ísrael og Palestína: „Tveggja ríkja lausn eina mögulega lausnin“

Diplómatar frá 70 löndum funduðu um að hefja friðarviðræður að nýju

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 15. janúar 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Diplómatar frá 70 löndum komu saman í París í dag með það að markmiði að hefja að nýju friðarviðræður milli Ísrael og Palestínu. Ástæðan er ótti við að deilur milli þjóðanna stigmagnist ef Donald Trump framfylgir loforði sínu um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Hvorki Ísraelsmenn né Palestínumenn átt fulltrúa á fundinum.

Utanríkisráðherra Frakklands, Jean-Marc Ayrault, sagði við opnun á fundinum að alþjóðasamfélagið vildi ítreka það harðlega að tveggja ríkja lausn væri eina mögulega lausnin á átökunum sem nú hafa staðið yfir í bráðum sjötíu ár.

Ayrault varaði við því í sjónvarpsviðtali við France 3 TV að að færa bandaríska sendiráðið frá Tel Aviv til Jerúsalem. Hann sagði að það myndi hafa „mjög alvarlegar afleiðingar“ og það yrði nánast ómögulegt fyrir Trump að stíga það skref.

„Ef þú ert forseti Bandaríkjanna, getur þú ekki haft svo óhagganlega og einhliða sýn á þetta mál. Þú þarft að reyna að skapa skilyrði fyrir frið,“ sagði hann France 3 TV.

Ísraelsmenn óttast afleiðingar ráðstefnunnar

Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels og Mahmud Abbas forseta Palestínu hefur báðum verið boðið á fund Francois Hollande Frakklandsforseta til að ræða niðurstöður fundarins. Abbas, sem studdi fundinn, er væntanlegur til Parísar á næstu vikum en Netanyaju afþakkaði boðið að sögn franskra diplómata.

Þrír hópar franskra gyðinga mótmæltu fyrir utan ráðstefnuna í dag. Ísraelsmenn óttast að ráðstefnan geti hrint af stað aðgerðum sem taka þurfi fyrir hjá Öryggisráðinu áður en Trump tekur við völdum. Frakkar segjast ekki hafa neinar slíkar aðgerðir í huga.

„Frakkar hafa enga löngun til annars en koma á friði og við megum engan tíma missa“ segir Ayrault.

Friðarumleitanir milli ríkjanna tveggja hafa staðið í stað síðan árið 2014 en spenna milli þeirra hefur magnast undanfarið vegna ítrekaðra árása Palestínumanna og yfirtöku Ísraelsmanna á svæðum sem Palestínumenn vilja að tilheyri þeirra ríki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt