fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Fegurðardrottning illa slösuð eftir að sýru var kastað í andlit hennar

Gessica Notaro varð fyrir árás fyrir utan heimili sitt

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 15. janúar 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gessica Notaro, sjónvarpskona á Ítalíu og fyrrverandi keppandi í Ungfrú Ítalía, þarf að gangast undir aðgerð vegna alvarlegra meiðsla sem hún hlaut þegar sýru var hellt yfir andlit hennar. Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að spjótin beinist að fyrrverandi kærasta Gessicu, Jorge Edson Tavares, en sjálfur hefur hann neitað þeim ásökunum.

Ítalska blaðið La Stampa greindi frá því í vikunni að Gessica hefði hlotið djúp brunasár á andliti eftir árásina sem átti sér stað fyrir utan heimili hennar, og að tvísýnt sé um það hvort hún haldi sjón á öðru auga. Þá hlaut hún einnig brunasár á mjöðm og fótlegg. Hún dvelur nú á sjúkrahúsi í borginni Cesena.

Að sögn ítalskra fjölmiðla voru Gessica og Jorge hætt saman en eftir að sambandinu lauk í ágúst síðastliðnum er hann sagður hafa áreitt hana ítrekað. Að lokum fór það svo að Gessica fékk nálgunarbann á hann. Jorge var handtekinn eftir árásina, grunaður um verknaðinn, og er hann í haldi lögreglu.

Gessica var krýnd Ungfrú Romagna árið 2007 og sama ár tók hún þátt í Ungfrú Ítalía. Í kjölfarið vann hún í sjónvarpi auk þess að vinna fyrir sér sem söngvari og dansari. Frá árinu 2014 hafði hún unnið í dýragarði þar sem hún sá um að skemmta áhorfendum á höfrungasýningum. Þar kynntist hún títtnefndum Jorge.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“
Fréttir
Í gær

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Í gær

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“