fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Rússar íhuga sígarettubann

Einstaklingum sem fæddir eru árið 2015 og síðar verði bannað að kaupa reyktóbak

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 14. janúar 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússnesk stjórnvöld eru sögð vera með til skoðunar bann við sölu á sígarettum til einstaklinga sem fæddir eru árið 2015 eða síðar. Rússland yrði þar með fyrsta landið í heiminum til að grípa til jafn viðamikilla ráðstafana í baráttunni gegn tóbaksfíkn sem dregur milljónir til dauða á ári hverju á heimsvísu.

Hingað til hefur tóbakslöggjöf Rússa verið nokkuð frjálslynd og voru takmarkanir á reykingum, til dæmis innan opinberra stofnana og á almenningsstöðum, ekki kynntar til sögunnar fyrr en árið 2013.

Í umfjöllun breska blaðsins The Independent, sem fjallaði um málið í vikunni, kemur fram að Rússar skoði nú hvernig hægt sé að hrinda þessu í framkvæmd, meðal annars með tilliti til þess hvort yfirhöfuð sé hægt að banna ákveðnum hópi fólks að kaupa sígarettur á meðan aðrir hópar geti það. Þá er viðbúið að viðskipti með sígarettur og reyktóbak muni blómstra á svörtum markaði og eru rússnesk stjórnvöld sögð skoða leiðir til að glíma við það.

„Þetta markmið er, að mínu mati, rökrétt og gerlegt,“ segir rússneski þingmaðurinn Nikolai Gerasimenko við The Independent.

Dregið hefur úr reykingum meðal almennings í Rússlandi á undanförnum árum og er nú svo komið að þriðjungur Rússa, yfir 18 ára aldri, reykir að staðaldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu