fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Dæmdur í 22 ára fangelsi

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 14. janúar 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eric Bramwell, 35 ára Bandaríkjamaður, var á dögunum dæmdur í 22 ára fangelsi. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir það að dóminn hlaut Bramwell fyrir að stela sjónvarpsfjarstýringu.

Bramwell þessi hefur þó margoft komið við sögu lögreglu áður og segja saksóknarar að hann hafi átt refsinguna skilda. Hann var sakfelldur fyrir fjölmörg innbrot þar sem hann stal meðal annars sjónvarpstækjum. Það var svo þann 1. ágúst 2015 að Bramwell gerði afdrifarík mistök. Hann missti hanska í einu af innbrotum sínum og DNA-rannsókn leiddi í ljós hver hefði verið á ferðinni því erfðaefni Bramwell var þegar til í gagnabanka lögreglu.

Bramwell þarf að dúsa í fangelsi næstu ellefu árin áður en hann getur sótt um reynslulausn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Fréttir
Í gær

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi