fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Tvítugur piltur gengur með sitt fyrsta barn

Auður Ösp
Fimmtudaginn 12. janúar 2017 17:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn tvítugi Hayden Cross hefur vakið umtalsverða athygli í heimalandi sínu Bretlandi og ekki að ástæðulausu. Hann ber barn undir belti.

Hayden fetar í spor Bandaríkjamannsins Thomas Beatie sem vakti heimsathygli árið 2008 þegar hann fæddi stúlkubarn eftir að hafa að hluta til gengist undir kynleiðréttingu. Mun Hayden mun verða fyrsti karlmaðurinn í sögu Bretlands til að ganga með barn. Hann fæddist í kvenmannslíkama en hóf að lifa sem karlmaður fyrir þremur árum og byrjaði að gangast undir viðeigandi hormóna og sálfræðimeðferð. Hann er í dag skráður sem karlmaður í þjóðskrá.

Í samtali við Mirror segir Hayden að börn hafi ætíð verið á stefnuskránni og það hafi verið hans heitasta ósk að eignast barn sem væri líffræðilega hans eigið. Í kjölfar þess að hafa verið neitað um að láta frysta egg sín tók hann því ákvörðun um að gera hlé á kynleiðréttingarferli sínu til þess að geta gengið með og fætt barn.

Eftir að hafa fundið sæðisgjafa með hjálp samfélagsmiðla er þessi ungi piltur nú kominn rúmlega fjóra mánuði á leið en hann mun hefja kynleiðréttingarferlið á ný fljótlega eftir að fæðingin er afstaðin og láta þá fjarlægja eggjastokka sína og leg.

Hayden viðurkennir að það sé ansi krefjandi að ganga í gegnum þær breytingar sem verða á líkamanum á meðgöngu, enda sé það „einkar kvenlegt“ að ganga með barn og stangist á við flesta karllæga eiginleika hans. Hann upplifi þess vegna eins og hann sé að fara í öfuga átt við kynleiðréttingarferlið. Hann kveðst jafnframt óttast fordóma fólks en vonar að hans frásögn muni hvetja aðra til verða sáttir í eigin skinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“