Washington Post: Íslendingar spörkuðu einum úr Panamaskjölunum en sitja nú uppi með annan

Óttar Proppé, Bjarni Benediktsson og Benedikt Jóhannesson.
Foringjar Óttar Proppé, Bjarni Benediktsson og Benedikt Jóhannesson.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Þetta er fyrirsögn greinar í Washington Post, sem fjallar um stjórnarskiptin á Íslandi. Í greininni kemur fram að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi sagt af sér tveimur dögum eftir að sagt var frá lekanum á Panamaskjölunum svokölluðu. Konan hans hafi átt aflandsfélag með tengingar við gömlu bankanna. Málið væri sérstaklega viðkvæmt á Íslandi vegna bankahrunsins 2008.

RIfjað er upp að þúsundir hafi krafist þess á Austurvelli að Sigmundur Davíð segði af sér sem forsætisráðherra, „um 6,6% fólks þessarar fámennu þjóðarinnar“.

Núna, níu mánuðum eftir að Panamaskjölin komu fram í dagsljósið, og tveimur mánuðum eftir snemmbúnar alþingiskosningar hafi Ísland lokins fundið arftaka Sigmundar Davíðs. „En þrátt fyrir mótmælin í apríl var nýi íslenski forsætisráðherrann líka í Panamaskjölunum. Þar er vísað til Bjarna Benediktssonar, sem í dag tekur við embætti.

Svona er umfjöllun miðilsins sett fram.
Washington Post Svona er umfjöllun miðilsins sett fram.

Rifjað er upp að Bjarni hafi eitt sinn átt hlut í félagi sem staðsett var á Seychelles-eyjum. Hann hafi þrátt fyrir það neitað að segja af sér, þrátt fyrir að það væri skoðun um 69% þjóðarinnar

Í grein Washington Post segir að framan af hafi stefnt í umbótastjórn undir forystu Pírata en á endanum hafi flokkurinn fengið helmingi færri atkvæði en Sjálfstæðisflokkurinn.

Þá er greint frá skýrslunni um aflandseignir Íslendinga, sem Bjarni ákvað að birta ekki í september þegar hún barst fyrst, heldur núna í janúar. Hann hafi verið gagnrýndur harkalega fyrir þá ráðstöfun.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.