Vignir lasinn en Ásgeir Örn klár

Vignir Svavarsson verður ekki með íslenska landsliðinu í handknattleik, sem mætir Spáni í fyrsta leik á HM í Frakklandi á morgun. Vignir er veikur og var sendur heim til Íslands. Vonir standa til þess að hann verði búinn að ná sér fyrir næsta leik á eftir, sem er gegn Slóveníu.

Þá segist Ásgeir Örn Hallgrímsson, sem glímt hefur við meiðsli, sagst vera orðinn klár í slaginn. Þessi reynslumikli leikmaður verður því með á mótinu en eins og kunnugt er er Aron Pálmarsson fjarri góðu gamni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.