Fréttir

Útgerðin ánægð með sáttmála ríkisstjórnarinnar

Áhersla lögð á að tryggja langtímarekstraröryggi í greininni

Ritstjórn DV skrifar
Miðvikudaginn 11 janúar 2017 09:00

Útgerðarmenn eru ekki áhyggjufullir vegna stefnuyfirlýsingar nýrrar ríkisstjórnar í sjávarútvegsmálum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, en blaðið er að stærstum hluta í eigu útgerðarinnar. Viðreisn lagði í kosningabaráttunni mikla áherslu á að ráðast þyrfti í kerfisbreytingar, meðal annars í sjávarútvegi.

Í ríkisstjórnarsáttmálanum, sem kynntur var í gær, kemur fram að gæta þurfi að langtímarekstraröryggi í greininni. Hvergi er minnst á að kvóti verði boðinn upp heldur kemur fram að núgildandi fiskveiðistjórnunarkerfi hafi skilað miklum þjóðhagslegum ávinningi. Mikil hagræðing hafi átt sér stað og tekist hafi að tryggja sjálfbærni fiskveiða á Íslandsmiðum. Þá segir:

„Ríkisstjórnin telur kosti aflamarkskerfisins mikilvæga fyrir áframhaldandi verðmætasköpun í sjávarútvegi. Kannaðir verða kostir þess að í stað ótímabundinnar úthlutunar verði byggt á langtímasamningum og samhliða verði unnið að mati á þeim kostum sem tækir eru, svo sem markaðstengingu, sérstöku afkomutengdu gjaldi eða öðrum leiðum, til að tryggja betur að gjald fyrir aðgang að sameiginlegri auðlind verði í eðlilegu hlutfalli við afrakstur veiðanna. Gæta þarf að langtímarekstraröryggi í greininni og stöðugleika í byggðum.

Haft er eftir formanni Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Jens Garðari Helgasyni, að þó opnað væri á ýmsa möguleika í sáttamála flokkanna, hafi hann ekki áhyggjur. Fylgst yrði með störfum nýs sjávarútvegsráðherra á næstunni en í dag tekur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir við ráðuneyti sjávarútvegs og landbúnaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

í gær
Útgerðin ánægð með sáttmála ríkisstjórnarinnar

Stakk kærastann með samúræjasverði eftir að hún fann Tinder á símanum hans

Fréttir
í gær
Stakk kærastann með samúræjasverði eftir að hún fann Tinder á símanum hans

Katrínu Lilju sárvantar nýrnagjafa: „Hún heldur í vonina um að geta lifað eðlilegu lífi aftur“

Fréttir
í gær
Rocky Horror Show: Frelsun eða fordjörfun?

Aðeins forstjóri N1 fær 20% hækkun, ekki almennir starfsmenn: Tillaga Ragnars felld

Fréttir
í gær
Aðeins forstjóri N1 fær 20% hækkun, ekki almennir starfsmenn: Tillaga Ragnars felld

Reyndi að sleppa við sekt með því að þykjast vera Hómer Simpson

Fréttir
í gær
Reyndi að sleppa við sekt með því að þykjast vera Hómer Simpson

Glúmur kveðst hafa farið á nektarstað með Bjarna í Miami: „Ég er sonur vinstri og hægri“

Fréttir
í gær
Glúmur kveðst hafa farið á nektarstað með Bjarna í Miami: „Ég er sonur vinstri og hægri“

Páskaúthlutun Fjölskylduhjálpar Íslands: Fer fram í þessari viku í Reykjavík og Reykjanesbæ

Mest lesið

Ekki missa af