fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Þingmaður Pírata: Björn Valur skemmdi fyrir fimm flokka samstarfi

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 11. janúar 2017 18:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Björn Valur Gíslason á að öðrum ólöstuðum, heiðurinn af því að Vinstri grænum heyktist á ríkisstjórnarmyndun. Hann setti sand í gírkassann, enda vildi hann ekki þær breytingar sem í farvatninu voru. Hann er augljóslega bezti stuðningsmaður útgerðaraðalsins á vinstri væng stjórnmálanna, fyrr og síðar. Hann getur hrósað happi yfir að hafa tekist ætlunarverk sitt, að halda varðstöðu um óbreytt kerfi. Verst fyrir hann að fá ekki að taka þátt í þeirri varðstöðu.“

Þetta eru stór orð, orð sem Einar Aðalsteinn Brynjólfsson þingmaður Pírata í Norðausturkjördæmi lét frá sér fara á samskiptamiðlum í gær. Þann 12. desember greindi DV frá því að Birgitta Jónsdóttir væri á leið á Bessastaði að skila umboði til stjórnarmyndunar. Þá var ljóst að ekki yrði mynduð fimm flokka ríkisstjórn og sagði Birgitta niðurstöðuna mikil vonbrigði. Áður hafði Birgitta sagt að líkurnar væru 90 prósent. Sagði Birgitta í samtali við Morgunblaðið að ekki hefði náðst sátt um sjávarútvegsmál. Þá var vitað að tillögur Viðreisnar um hreinar markaðslausnir í sjávarútvegi áttu ekki upp á pallborðið hjá mörgum stuðningsmönnum VG á landsbyggðinni.

Í samtali við DV kveðst Einar standa við hin þungu orð í garð Björns Vals.

„Ég veit ekki hvort ég afla mér mikilla vina hjá Vinstri grænum með þessu kommenti,“ segir Einar. „Ég átta mig ekki á hversu mikil ítök Björn Valur hefur í Vinstri grænum. Hann er vissulega ekki á þingi, hann er varaþingmaður og það sem meira er, hann er varaformaður. Hann hlýtur sem slíkur að eiga einhverja viðhlæjendur í þessum flokki. Það blasir við.“

Einkennileg orð

Þá gagnrýnir Einar framgöngu Björns Vals sem sagði í Vikulokunum á Rúv þann 10. desember að hann vildi ekki útiloka að viðræður VG við Sjálfstæðisflokk ef upp úr fimmflokka-samstarfinu slitnaði. Björn Valur sagði:

„Ég tel að ef við verðum ekki í ríkisstjórn er ekkert annað í boði en bara hægri stjórn.“

Einar segir að framganga Björns hafi ekki hjálpað til þegar viðkvæmar samræður áttu sér stað á milli flokkana fimm. „Ég átta mig ekki á þessu. Þetta var ekki til að hjálpa.“

Lof um Framsóknarflokkinn

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Þá furðar Einar sig á skrifum Björns Vals frá 16. desember þegar varaformaðurinn fjallaði um 100 ára afmæli Framsóknarflokksins. Þar skrifaði Björn Valur meðal annars:

„Það segir ýmislegt um seigluna í þessum aldargamla flokki að nú í kjölfar verstu kosningaúrslita hans í hundrað ár er meira en líklegt að hann gæti spilað stóra rullu í myndun næstu ríkisstjórnar. Líkur á að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins og forsætisráðherra, ávarpi landsmenn á síðasta degi ársins vaxa með hverjum degi sömuleiðis.“

Einar þykir ekki mikið til þessara skrifa koma og segir:

„Það lá við að það kæmu tár í augun þegar maður sá hvað honum þótti vænt um Framsóknarflokkinn. Það sem hann segir og skrifar var augljóslega ekki til að styrkja umræðurnar.“

Helsti stuðningsmaður útgerðarinnar á vinstri vængnum

Einar, Smári og Birgitta funda með forsetanum
Einar, Smári og Birgitta funda með forsetanum

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Eins og komið hefur fram slitnaði upp úr viðræðum vegna þess að ekki náðist sátt um sjávarútvegsmál. Einar heldur fram að Björn Valur sé helsti stuðningsmaður útgerðarinnar á vinstri vængnum. Það eru líka stór orð. Þegar hann er beðinn um að útskýra það svarar hann á þessa leið:

„Hann hefur verið skipstjóri og hægt að merkja þetta á ef skoðuð eru hans fyrri skrif, til dæmis frá 2012 þegar fiskiskipaflotanum var siglt til hafnar í Reykjavík eins og hann lagði sig þegar átti að fara leggja á sérstaka veiðigjaldið. Á þeim tíma skrifaði hann lærðar greinar um mikilvægi útgerðar. Það hefur aldrei leynt sér þessi stuðningur við útgerð og útgerðarmenn. Ég veit að þetta eru stór orð.“

Talið berst að lokum að nýrri ríkisstjórn. Einar er stuttorður:

„Við héldum í alvöru að þetta væri að hafast á sínum tíma,“ segir Einar og bætir við: „Þegar maður skoðar sáttmálann sem birtur var í gær þá sýnist manni nú að Björt framtíð og Viðreisn hefði fengið meira með okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“