Fréttir

Stórtækur þjófur dæmdur

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 11. janúar 2017 21:30

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt 25 ára karlmann í átján mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnaðarbrot, skjalafals, nytjastuld og umferðarlagabrot. Maðurinn var meðal annars ákærður fyrir að stela nokkrum sinnum áfengi úr verslunum ÁTVR auk þess að stela úr verslunum Elko, Cintamani, Olís og Nýherja.

Maðurinn, sem á langan afbrotaferil að baki, játaði sök og var hann dæmdur í átján mánaða fangelsi. Þá var honum gert að greiða rúma 1,1 milljón í sakarkostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af