Fréttir

Páll Magnússon: Ráðherraskipan lítilsvirðing gagnvart Suðurkjördæmi

Getur ekki stutt ráðherraskipan Bjarna Benediktssonar

Ritstjórn DV skrifar
Miðvikudaginn 11. janúar 2017 10:08

Páll Magnússon, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, styður ekki ráðherraskipan Bjarna Benediktssonar. Þetta upplýsir hann stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi um. Kjördæmið á engan ráðherra í nýskipaðri ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar.

Hann segir að fyrir þessu séu tvær ástæður. „Í fyrsta lagi gengi þessi skipan í veigamiklum atriðum gegn því lýðræðislega umboði sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu áunnið sér í prófkjörum og síðan kosningum í haust. Í öðru lagi fæli hún í sér lítilsvirðingu gagnvart Suðurkjördæmi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn vann sinn stærsta sigur í kosningunum. “

Hann tekur fram að þetta hafi ekkert með þá einstaklinga að gera sem völdust til ráðherraembætta. Þau séu vænsta fólk og hann óski þeim hjartanlega til hamingju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af