Fréttir

Dæmdur fyrir að hafa nauðgað íslenskri stúlku í Óðinsvéum

Auður Ösp
Miðvikudaginn 11. janúar 2017 15:01

Dómstóll í Óðinsvéum hefur dæmt 16 ára pilt í tveggja ára fangelsi en hann var sakfelldur fyrir að hafa nauðgað íslenskri stúlku í bílskúr. Pressan greinir frá þessu. Vinur mannsins var einnig sakfelldur fyrir aðild sína að brotinu, en hann er tvítugur að aldri. Stúlkan var 15 ára þegar brotið var framið.

Brotið átti sér stað í júlí 2015 líkt og fram í frétt DV í september síðastliðnum. Var stúlkan í heimsókn hjá ættingum sínum en á leið sinni út í búð hitti hún tvo menn og fengu þeir hana með sér að bílskúr í hverfinu með loforði um að þar gæti hún fengið sígarettur.

Þegar þangað var komið hringdu þeir í 15 ára dreng, nú 16 ára, og spurðu hann hvort hann gæti útvegað sígarettur og nefndu jafnframt að hann hefði möguleika á kynlífi ef hann kæmi í bílskúrinn.

Fram kemur í dómsskjölum að stúlkan hafi sagt að í bílskúrnum hafi hún verið neydd til að veita 15 ára drengnum munnmök og auk þess sem hann nauðgaði henni.

Komst dómstóll í Óðinsvéum að þeirri niðurstöðu í í september síðastliðnum að báðir mennirnir hefðu gerst sekir um nauðgun en líkt og fram kemur í frétt Pressunnar í dag átti uppkvaðning dómsins að fara fram í október en frestaðist.
.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 2 dögum

Með og á móti: Lúpína

Með og á móti: Lúpína
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þungur Pungur hraunar yfir Áttuna: „Hreinasti peningaþvottur“

Þungur Pungur hraunar yfir Áttuna: „Hreinasti peningaþvottur“