Tveir þingmenn ekki skráð hagsmuni

Ráðherra tók túr á makríl – Smári og Óli Björn eiga í fjölmiðlum

Njáll Trausti Friðbertsson, sem sést hér fyrir miðri mynd, á eftir að skila hagsmunaskráningu sinni.
Á eftir að skila Njáll Trausti Friðbertsson, sem sést hér fyrir miðri mynd, á eftir að skila hagsmunaskráningu sinni.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Tveir þingmenn hafa ekki skráð fjárhagslega hagsmuni sína eða trúnaðarstörf í hagsmunaskrá sem skylt er að gera eigi síðar en mánuði eftir að þing kemur saman. Þing kom saman 6. desember síðastliðinn og því er liðinn sá frestur sem gefinn er til skráningarinnar. Annar þingmannanna er Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, sem er í veikindaleyfi og skýrir það væntanlega hví hann hefur ekki skráð sína hagsmuni. Hinn þingmaðurinn er Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Svo sem sjá má hér í ítarefni gilda reglur um skráningu ýmissa hagsmuna um þingmenn. Ekki ber þeim hins vegar skylda til að birta upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni fjölskyldumeðlima sinna eða tengsl við fyrirtæki og félög. Fimmtán þingmenn hafa birt yfirlýsingu um að þeir hafi enga fjárhagslega hagsmuni sem reglurnar taki til. Meðal þeirra eru tveir sitjandi ráðherrar, Gunnar Bragi Sveinsson og Ólöf Nordal, og einnig fyrrverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Uppfært: Njáll Trausti var staddur norðan heiða í síðustu viku en rak sig þá á að tenging hans við innri vef Alþingis virkaði ekki. Hann sendi hagsmunaskráningu sína því í tæka tíð á Word-skjali til skrifstofu Alþingis. Starfsmönnum þar var óheimilt að setja inn skráninguna fyrir hans hönd og því varð það að bíða þar til Njáll Trausti var kominn aftur suður. Hann hefur nú skilað inn hagsmunaskráningunni og bíður hún samþykktar.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.