Þau verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn

Komið er í ljós hverjir verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn sem Bjarni Benediktsson mun leiða. Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð hafa samþykkt ráðherraskipan en í ríkisstjórninni eru sjö karlar á móti fjórum konum. Þá vekur athygli að Óttarr Proppé verður heilbrigðisráðherra sem líklega er erfiðasta og umdeildasta ráðuneytið.
Aðrir í ríkisstjórn eru:

Sjálfstæðisflokkur:
Bjarni Benediktsson verður forsætisráðherra
Jón Gunnarsson verður ráðherra samgöngu- fjarskipta- og byggðamála
Sigríður Andersen verður dómsmálaráðherra
Kristján Þór Júlíusson verður menntamálaráðherra
Guðlaugur Þórðarson verður utanríkisráðherra.
Þórdís Kolbrún Gylfadóttir verður ráðherra ferðamála iðnaðar og nýsköpunar.

Björt Framtíð:
Óttarr Proppé verður heilbrigðisráðherra
Björt Ólafsdóttir verður umhverfis- og auðlindaráðherra

Viðreisn:
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir verður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Benedikt Jóhannesson verður fjármála- og efnahagsráðherra
Þorsteinn Víglundsson verður félagsmálaráðherra

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.