Stjórnarsáttmáli undirritaður eftir hádegi

Það skýrist í kvöld hverjir verða ráðherrar

Mynd: DV/Samsett

Nýr stjórnarsáttmáli verður undirritaður eftir hádegi í dag. Þetta kemur fram á RÚV en þar segir jafnframt að það skýrist ekki fyrr en í kvöld, eftir að þingflokkar stjórnarflokkanna þriggja hafa komið saman, hverjir verða ráðherrar í nýrri ríkistjórn

Stjórnarsáttmálinn var samþykktur í gærkvöld. Meðal þess sem þar er kemur fram er að þingásályktunartillaga verði lögð fram fyrir lok þing um hvort kjósa eigi um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu. Þá segir að peningastefna landsins verði endurskoðuð strax í upphafi og breytingar á búvörusamningum verða skoðaðar. Fæðingarorlof verður hækkað í skrefum og fyrirtæki sem hafa 25 eða fleiri starfsmenn þurfa að taka upp jafnlaunavottun.

Þá segir að dómsmálaráðuneyti verði komið á fót. Ekki er ljóst hvort einn ráðherra verður yfir því eða hvort einhver mun fara með fleiri en eitt ráðuneyti. Björt framtíð fær tvo ráðherra, Viðreisn þrjá og Sjálfstæðisflokkur fimm.

Með þessu er orðin til ný stjórnarandstaða sem samanstendur af VG, Pírötum, Framsóknarflokki og Samfylkingu. Píratar hafa þegar gefið til kynna að þeir ætli mögulega að leggja fram vantrauststillögu vegna skýrslumálsins svokallaða.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.