fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Stífla í Setbergshverfinu getur verið dauðagildra

Krafturinn dró hund Kolbeins undir yfirborðið -Segir svæðið mjög varasamt -Börn leika sér eftirlitslaus við lækinn

Kristín Clausen
Þriðjudaginn 10. janúar 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef ég hefði sogast þarna undir þá værum við líklega ekki að tala saman núna.“ Þetta segir Kolbeinn Hrafnkelsson sem lenti í þeirri erfiðu lífsreynslu á sunnudaginn að hundurinn hans, Stígur, sogaðist niður í stífluna við lækinn sem liggur við Elliðavatnsveg í Setbergshverfi í Hafnarfirði. Kolbeinn fór á eftir honum út í vatnið og litlu munaði að hann sjálfur sogaðist undir yfirborðið.

Stórhættulegt

Þeir Kolbeinn og Stígur voru einir á ferð þegar slysið átti sér stað en Kolbeinn hefur í mörg ár, líkt og fjöldi annarra hundaeigenda í nágrenninu, farið á þennan stað með hundana sína. Þá segir hann að mörg börn leiki sér við stífluna. Kolbeinn fór oft í gönguferðir meðfram læknum þegar hann var í grunnskóla og leikskóli er í næsta nágrenni við hana.

Kolbeinn vill með frásögn sinni vara fólk við slysahættunni og segir svæðið stórhættulegt, sérstaklega núna þar sem lækurinn er mjög vatnsmikill.

Mikið af börnum leika sér á svæðinu.
Vatnsmikil Mikið af börnum leika sér á svæðinu.

Mynd: Kolbeinn Hrafnkelsson

„Hundurinn minn var að synda fyrir miðju stutt frá stíflunni þegar hann sogaðist niður og hvarf ofan í vatnið,“ segir Kolbeinn og bætir við að það þurfi mikinn kraft til að draga 35 kílóa hund niður.

Gríðarlegur kraftur

Hér má sjá staðinn þar sem stíflan er.
Setbergshverfi Hér má sjá staðinn þar sem stíflan er.

Mynd: Kolbeinn Hrafnkelsson

Fyrstu viðbrögð Kolbeins þegar hann sá hundinn hverfa undir yfirborðið, fyrir framan augun á sér, var að stökkva út í á eftir honum. „Ég var kominn í vatn upp að mitti og reyndi að þreifa eða ná taki á honum með höndunum en greip alltaf í tómt. Ég sá hann hvergi og vissi ekki hvort hann var fastur einhvers staðar eða hreinlega drukknaður.“

Þegar þarna var komið sögu stóð Kolbeinn beint fyrir framan sogið og velti fyrir sér hvort hann ætti að fara inn í það og kafa undir yfirborðið í þeirri von að bjarga Stíg.

Gríðarlegur kraftur er á þessum stað í stíflunni.
Sogið Gríðarlegur kraftur er á þessum stað í stíflunni.

Mynd: Kolbeinn Hrafnkelsson

Rörið sem hleypir vatni úr stíflunni.
Flaumur Rörið sem hleypir vatni úr stíflunni.

Mynd: Kolbeinn Hrafnkelsson

„Ef ég hefði gert það þá værum við líklega ekki að tala saman núna. Krafturinn í þessu var svo svakalegur. Ég gerði mér þó enga grein fyrir þessari hættu fyrr en eftir að ég var kominn upp úr. Þetta gerðist svo hratt og ég hugsaði ekki alveg rökrétt. Það eina sem komst að var að ég þyrfti að gera eitthvað til að bjarga honum.“

Dauðagildra

Á því andartaki leit Kolbeinn upp og sá Stíg á bakkanum hinum megin við stífluna. „Þar var hann að klóra sér í eyrunum og í fullkomnu lagi. Einhvern veginn komst hann í gegnum stífluna. Ég skil eiginlega ekki hvernig hann komst þarna í gegn þar sem gatið er ekki stórt. Ef barn myndi detta þarna ofan í myndi það líklega ekki komast þarna í gegn.“

Þeir félagar komust að lokum heim blautir og kaldir:

„Ég hef aldrei tekið eftir því hvað það er mikið sog þarna og efast um að margir viti af því. Því er full ástæða til að vara fólk við þessari hættu. Hundarnir hafa aldrei synt á nákvæmlega þessum stað áður þó svo að þeir hafi oft synt í vatninu. Fyrir mér hefur þetta einfaldlega alltaf verið stífla úr grjóthrúgu en hún getur verið dauðagildra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi